Book this cottage

Price from: $179.80

Choose available check-in and
check-out dates to continue.

Description

Huggulegur bústaður við Meðalfellsvatn í Kjós, umkringdur fjallasýn sem veitir ró og frið. Bústaðurinn er vel staðsettur fyrir þá sem ætla sér að skoða það sem Ísland hefur uppá að bjóða í dagstúrum bæði í austur og vestur átt.
Bústaðurinn er einungis í um 40 km frá Reykjavík, stutt á þjóðgarðinn Þingvelli, Kerið og þórufoss. Um 100 km keyrsla er svo að Gullfoss og Geysi (Gullna hringnum). Auk þess er Snæfellsnes með allri sinni fegurð í um 150 km fjarlægð.

Bústaðurinn er 48fm, með tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi með sturtu. 140cm rúm er i öðru herberginu auk efri kjoju, og í hinu er svo 160cm rúm. Í opnu og sameiginlegu rými er: stofa með svefnsófa auk stóla, eldhúsborði og eldhús með öllu því sem þarfnast til eldamennsku. Gasgrill er einnig á verönd. Bústaðurinn er með rafmagnskyndingu.

Í göngufæri er Kaffi Kjós, lítil sveita verslun þar sem er hægt að fá flestar nauðsynjar auk veitinga. (ath. þarf opnunartíma milli árstíma)
Vínskólinn við vatnið er staðsettur í næstu götu , þar sem hægt er að panta í vínsmökkun og kynningu og njóta í fallegu umhverfi. Skammt frá er Gallery Nanna með hönnun á leðurvörum.
Hægt er að veiða í Meðalfellsvatni (þarf að vera með veiðikortið).
Sogn og Háls eru sveitabæir sem selja nautakjöt beint frá býli. Stuttur bíltúr!
Einnig er upplagt að ganga um svæðið og njóta Íslenskrar náttúru.

Hvalfjörðurinn er einnig í nærumhverfinu. Þar er meðal annars að finna Laxá i Kjós, Fossinn Glym, hæsta foss landsins (um 30 mín. ganga upp að fossinum hvora leið), og Hvammsvík þar sem er hægt að upplifa eina flottustu náttúrulaug landsins og njóta veitinga á Stormur Bistro & bar.
Einnig er Hermannasafn og sundlaug að Hlöðum, gaman er að kíkja við á bóndabæinn Bjarteyjarsand sem heldur dýr og hefur til sölu ýmislegt unnið úr umhverfi staðarins.

Akranes er litið bæjarstæði þar sem er að finna hina ýmsu þjónustu auk fallegrar sandstrandar Langasand, þar sem náttúrulaugin Guðlaug er staðsett. það tekur um 30 mín. að keyra þangað ef farið er i gegnum Hvalfjarðargöngin. Einnig er hægt að keyra aðeins lengri leið, eða um Hvalfjörðinn og njóta fegurðarinnar sem fjörðinn hefur uppá að bjóða.

Fallegur golfvöllur er við Brautarholt þar sem umhverfi vallarins og útsýnið er hreint ævintýri.
Laxnes Horse Farm er einnig í um 30 mín keyrslu frá bústaðnum og er þar hægt að leigja íslandshest og fara í reiðtúra.

Ath. að ef það hefur snjóað að ráði, þá þarf fjórhjóladrifinn bíl til að komast að bústaðnum.



Good to know

Check-in time: 16:00
Registered: 23 Aug 2023
Last update: 24 Feb 2024
Size: 48 m2
Check-out time: 11:00
Minimum stay: 2 nights
Location of keys:

Amenities

Beds

  • 2x Double bed
  • 1x Kids bed (2 - 12 years)
  • 1x Double sleeping sofa

Cancellation policy


Moderate

A reservation can be cancelled with 14 days or more prior to the scheduled arrival date and 100% of the full rental price will be repaid.
Owner
Laufey Ósk

1 cottages on Bungalo

Similar cottages

Eyjatjörn Cottage

276 Kjós

(26 ratings)

Cosy cottage stunning views close to Rvk

276 Mosf Kjósarhreppur

(3 ratings)

Kiðafell

270 Mosf Kjósahreppur