Notendaskilmálar fyrir notendur á vef Búngaló
Með því að nota vefsíðu Bungalo samþykkir þú sem notandi að fylgja þeim skilmálum
sem hér koma fram. Skilmálar þessir eiga við um notkun á þessum vef og upplýsingar
sem notendur setja inn á vefinn.
Í skilmálum þessum eru eftirfarandi hugtök notuð:
Notandi: Einstaklingur sem skráir sig inn á vef Búngaló og nýtir sér þjónustu síðunnar.
Búngaló: Búngaló ehf., kt. 540710-0230, Skólavörðustígur 11, 101 Reykjavík, eigandi og
rekstraraðili vefsins www.bungalo.is.
Leigutaki: Leigjandi sumarbústaðar sem leigir eign í gegnum vef og bókunarkerfi
Búngaló.
Leigusali: Notandi sem að skráir inn gistingu til útleigu á vefsíðu Búngaló
Vefsíða Búngaló: www.bungalo.com
1. Lýsing á þjónustu:
Bungalo býður upp á rafræna bókunarþjónustu þar sem bústaðareigendur skrá sjálfir inn
bústaði sína í kerfið og bjóða til útleigu fyrir leigjendur.
2. Skráning notenda, notkun vefsins og ábyrgð á efni
2.1 Almennt: Með því að skrá sig sem notenda á vefsíðu Búngaló samþykkir notandi að
virða reglur og skilmála Búngaló, ásamt breytingum sem kunna að verða á þeim í
framtíðinni. Notandi skuldbindur sig til þess að fylgjast með þeim breytingum en
skilmálarnir verða hverju sinni aðgengilegir inn á vef Búngaló. Ef forsvarsmenn Búngaló
telja að notandi hafi á einhvern hátt brotið gegn Búngaló eða skilmálum síðunnar, þá
áskilur Búngaló sér rétt til að loka fyrir aðgang notanda og meina þeim aðgang að
þjónustu fyrirtækisins framvegis.
2.2 Ábyrgð: : Notandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir öllu því efni sem hann ákveður að setja
inn á vef Búngaló. Notandi gerir sér grein fyrir því að Búngaló skoðar ekki það efni sem
sett er inn á vefinn fyrirfram og er ábyrgðin á efninu því alfarið notandans. Notandi skal
skrá umbeðnar upplýsingar á vef Búngaló og ábyrgist að þær séu réttar.
2.3 Tölvupóstur: Þegar notandi skráir sig á Búngaló verður hann að gefa upp virkan
tölvupóst sem hann getur nálgast. Ef notandi skiptir um tölvupóst ber honum að láta
Búngaló vita um slíkar breytingar. Auk þess þarf notandi að uppfæra allar frekari
persónuupplýsingar eftir því sem það á við á vefsíðunni.
2.4 Lykilorð: : Lykilorði notanda er ekki deilt með neinum og verður notandi að bera ábyrgð
á því að varðveita það.
2.5 Fréttabréf: Notandi gefur Búngaló leyfi til að senda uppfærslur og fréttir í formi
fréttabréfs á tölvupóst notanda.
3. Hegðun notanda
Notandi heitir því að deila ekki neinu efni sem er ólöglegt, óviðeigandi eða klámfengið,
veita réttar upplýsingar í gegnum vefinn og uppfæra þær eftir því sem þörf krefur.
Ennfremur heitir notandi því að taka ekki þátt í neinskonar aðgerðum eða háttsemi sem
kann að hafa truflandi, eyðileggjandi eða neikvæð áhrif á vefsíðuna og þá þjónustu sem
hún býður upp á.
Í þeim tilfellum sem ofantöld atriði eru brotin eða vanvirt áskilur Búngaló sér rétt til að
loka fyrir aðgang notanda og meina þeim aðgang að þjónustu fyrirtækisins framvegis.
Einnig áskilur Búngaló sér rétt til að eyða út öllu því efni sem notandi kann að hafa sett
inn á vefsíðu fyrirtækisins.
4. Leiga á bústað af vef Búngaló
4.1 Skilyrði þess að leigja bústað: Öllum þeim sem hafa náð 22 ára aldri á þeim degi
sem pöntun er lögð fram er heimilt að leigja sumarbústað í bókunarkerfi Búngaló.
4.2 Afhendingartími: Leigutaka eru heimil afnot af bústaðnum frá kl. 16.00 á komudegi
og ber að skila honum af sér kl. 12.00 á brottfarardegi
4.3 Afhending lykla: Lyklar eru afhentir af eigenda bústaðarins nema annað sé tekið
fram. Sé bústaðurinn leigður í bókunarkerfi Búngaló, ber leigutaka að framvísa
útprentuðum reikningi frá Búngaló og skilríkjum.
4.4 Ástand hins leigða: Við afhendingu skal bústaður vera þrifinn og ástand hans í
samræmi við lýsingu á vef Búngaló. Þar skulu vera aðstaða og munir, sem nægja til
þess að halda einfalt heimili, s.s. húsgögn, eldhús- og baðáhöld og svefnaðstaða.
Sængur og sængurföt eru ekki til staðar nema eigandi tilgreini það sérstaklega.
4.5 Aðkoma: : Ef leigutaki verður var við skemmdir á bústað eða húsmunum ber honum
að tilkynna það til eiganda bústaðar innan 24 stunda frá komu, en annars jafnóðum ef
hann verður þeirra ekki var fyrr en eftir þetta tímamark. Sama á við ef þrifum er
ábótavant og skal leigutaki þá tilkynna það strax við komu í bústað til eiganda bústaðar.
4.6 Umgengni: : Leigutaki skuldbindur sig til að ganga vel um bústaðinn og gæta þess
að valda íbúum nærliggjandi bústaða ekki ónæði. Skilyrði er að sængurföt séu notuð á
rúmfatnað. Reykingar eru ekki leyfðar. Leigutaki skuldbindur sig einnig til að kynna sér
og fara eftir þeim húsreglum sem eru til staðar í hverjum og einum bústað.
4.7 Þrif: Leigutaki skal þrífa bústaðinn að lokinni dvöl, nema um annað hafi verið samið.
Lokaþrif á bústaðnum teljast meðal annars vera tiltekt, sópa/skúra gólf, þurrka af
borðum, þrífa og ganga frá eldhúsáhöldum, þrífa og tæma heita pottinn, fjarlægja
heimilissorp og sjá til þess að ekkert rusl eða óþrifnaður sé í eða við bústaðinn. Ef
leigutaki skilar af sér bústaði óþrifnum verða þrifin framkvæmd á hans kostnað.
Kostnaður við þrif er að lágmarki kr. 30.000,- auk virðisaukaskatts.
4.8 Ábyrgð: : Leigutaki ber ábyrgð á því sem skemmist á meðan á dvöl hans stendur og
ber án tafar að tilkynna eiganda um skemmdir sem verða á leigutíma.Ef eitthvað verður
þess valdandi að notagildi bústaðarins rýrist ber leigutaka að tilkynna eiganda það í
síðasta lagi við skil á bústaðnum
4.9 Greiðsla: Ef bústaður er bókaður í gegnum bókunarkerfi Búngaló er öll upphæðin greidd við bókun bústaðarins. Fjárhæðin er tekin af greiðslukorti leigutaka, sem hann gefur upp í bókunarkerfi Búngaló. Leigufjárhæð er tilgreind við hvern bústað á vef Búngaló. Leigutaki fær senda staðfestingu í tölvupósti eftir að pöntun hefur verið lögð fram þar sem verðið er tilgreint og telst leigutaki þar með samþykkja verðið og þann dagafjölda sem pantaður hefur verið.
4.10 Afpöntunarskilmálar: Afpöntun ber að tilkynna til Búngaló með tölvupósti eða öðrum sannarlegum hætti. Búngaló gefur leigusölum heimild til að velja á milli þriggja staðlaðra afbókunarskilmála sem eru flokkaðir sem sveigjanlegir, hóflegir og strangir skilmálar. Notendur geta séð valda afpöntunarskilmála hjá leigusölum í eignarskráningu.
Sveigjanlegir: Ef afpöntun er gerð með meira en 72 klst (3 dögum) fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 100% endugreiðsla af heildarverði
Hóflegir: Ef afpöntun er gerð með meira en 14 dögum fyrir áætlaðan komudag þá fæst full 100% endurgreiðsla af heildarverði.
Strangir: Ef afpöntun er gerð með meira en 30 dögum fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 80% endugreiðsla af heildarverði.
4.11 Upplýsingar um leigutaka: Leigutaki ber ábyrgð á að allar upplýsingar um hann
sjálfan, þar með talið um að hann hafi náð 22 ára aldri og fjölda leigjenda séu réttar.
Ekki er leyfilegt að fleiri aðilar gisti í húsnæðinu en gefið er til kynna á vefsíðunni sem
hámarksfjöldi gesta. Hafi leigutaki vísvitandi gefið upp rangar upplýsingar er leigusala
heimilt að rifta leigusamningi og vísa leigutaka á brott. Eiganda bústaðarins er heimilt að
krefja leigutaka um skilríki.
4.12 Tvíbókanir: Í þeim tilfellum þar sem leigusali hefur tvíbókað eignina og getur ekki
afhent eignina samkvæmt bókun fær leigutaki endurgreitt að fullu.
4.13. Vanefndir leigusala: Telji leigutaki að leigusali hafi vanefnt skuldbindingar sínar
ber leigutaka að beina kröfum sínum að leigusala. Búngaló ber enga ábyrgð á
vanefndum leigusala.
4.14. Tjón á hinu leigða: Leigutaki verður krafinn um bætur vegna skemmda á bústað
eða slæm þrif, sbr. grein 4.7. Verði skemmdir á bústaðnum meðan á leigutíma stendur
er eiganda bústaðar heimilt að fela Búngaló að taka út af greiðslukorti leigutaka fyrir
kostnaði vegna skemmdanna, þó ekki að hærri fjárhæð en sem nemur leigufjárhæð
bústaðarins. Bungaló ber hvorki ábyrgð á tjóni sem leigutaki veldur meðan á leigutíma
stendur né tjóni sem leigutaki verður fyrir meðan á dvöl hans í hinu leigða stendur.
5. Hugverk
Öll vörumerki, einkaleyfi, réttur til notkunnar gagnagrunns og önnur eign á hugverki og því efni sem birtist á þessum vef, þar með taliði uppsetning, hönnun og skipulag vefsins auk hugbúnaðar sem liggur til grundvallar vefnum er eign Búngaló ehf. Notendum er óheimilt að fjölfalda, breyta, aðlaga, birta, deifa, selja eða með öðrum hætti láta af hendi nokkurt efni á þessum veg eða nokkuð úr þeim hugbúnaðir sem liggur vefnum til grundvallar, nema með skriflegu leyfi okkar. Hlaða má niður efni af vefsíðuni og prenta eða afrita til persónulegrar notkunar, en ekki í viðskiptaskyni. Ef upp kemur tilvik þar sem brotið er gegn hugverkarétti Búngaló, leiðir það til þess að Búngaló mun leita lagalegs réttar síns fyrir dómstólum án alls fyrirvara til notenda.
6. Staðfesting skilmála
Staðfesting á leigusamningi þessum og skilmálum fara fram í samræmi við ákvæði 1. og
2. mgr. 10. gr. laga nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu (hér eftir
rrl). Með því að samþykkja skilmálana staðfestir leigutaki að hann hafi kynnt sér þá og
sé þeim samþykkur. Leigutaki fær senda rafræna staðfestingu á pöntuninni þar sem
fram koma upplýsingar um hvernig megi nálgast skilmálana.
Í samræmi við 1. mgr. 9. gr. rrl. bendir Búngaló sem þjónustuveitandi á að fyrirtækið
varðveitir eintak af skilmálum þessum, og er það aðgengilegt á persónulegu svæði
notanda inn á vefnum.
Búngaló fylgir siðareglum Samtaka verslunar og þjónustu um rafræn viðskipti, sem unnt
er að nálgast á vef samtakanna.
6. Dómsmál
Mál sem kunna að koma upp vegna þessara skilmála, eða samskipta leigutaka og
Búngaló, skulu vera rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.