Markmið okkar er að hjálpa þér að skapa mestu mögulegu tekjur af bústaðnum og um leið að auðvelda þér vinnuna. Eina sem að þú þarft að ákveða er hvernig þú vilt eyða þessum auknu tekjum. Byrjaðu að græða á eigninni þinni strax!
Við gerum okkur grein fyrir því að tíminn er mikilvægur fyrir þig og þess vegna höfum við hannað bókunarþjónustu þar sem að þú þarft ekki að vera sífellt í símanum, skrifa tölvupósta, ganga frá alþjóðlegum greiðslum og markaðssetja eignina. Við tökum allt þetta að okkur svo að þú getir nýtt tíma þinn betur.
Með Bungalo geturðu verið viss um að eignin sé ómótstæðileg fyrir alþjóðlegum ferðamönnum í leit að bústað á Íslandi. Ef þig vantar myndir af húsinu þá getum við aðstoðað með það. Ef þig vantar aðstoð við að þýða lýsinguna yfir á ensku þá gerum við það. Kosturinn við að velja Bungalo er að við munum gera vinnuna fyrir þig.
Þú munt aldrei þurfa að borga krónu þangað til að fyrsta bókunin er tryggð. Margar bókunarsíður vilja greiðslur fyrir þjónstu sína áður en bókanir eru farnar að koma inn. Það getur tekið tíma að byrja að fá byrja að fá bókanir og munum við sjá til þess að þú munir hagnast vel. Við munum ekki fá neitt greitt frá þér nema að þú fáir greitt.
"I listed my log cabin with Bungalo in the spring of 2014 and have since then gotten the majority of my bookings through them. The website is really good and usually highly ranked for cottages in Iceland. The staff are enthusiastic and progressive in marketing and they have provided great service and good advice to me and my tenants. I would without a second thought give them 5 stars."
"We at Eyjasol have had a great collaboration with Bungalo and their employees for a few years now. Through them we have received bookings for our cottages in South Iceland and our apartments in Reykjavik and everything has gone very smoothly."
"We've used Bungalo for 3 years and really like their service. The website is easy to use and it is simple to update information for our clients. Bungalo has become our biggest provider of bookings today."
"We own a small and simple summerhouse and we thought it wouldn't be possible to rent it out but we still decided to give it a try last summer. We listed the summerhouse with Bungalo and found their service to be easy and effective. The reactions were immediate and we started getting extra income right away. We have also enjoyed getting a chance to meet up with people from from all over the world whom all have been very happy with both our service and that of Bungalo."
"My collaboration with Bungalo has gone extremely well in every aspect. I just want to thank them for a great service."
"We’ve had our property listed with Bungalo for 3 years and have been very happy with their service. We are getting all of our bookings through Bungalo and they are always very friendly and helpful when I contact them."
"The staff at Bungalo have been fantastic and we recommend their service 150%!"
Vefsíðan er hönnuð með það að markmiði að aðstoða eigendur við að leigja út eign sína yfir þann tíma sem að hún er ekki í notkun. Eigendur einfaldlega skrá eign sína á síðuna, taka frá þá daga sem ekki eru lausir og svo sér Bungalo um að bóka þá daga sem eru lausir.
Það kostar ekkert að skrá eign hjá Bungalo. Bungalo fær einungis greitt ef að eigandi fær greitt. Bungalo tekur 15% þóknun+vsk af hverri bókun sem í gegnum kerfi okkar. Það er enginn falinn kostnaður, árgjöld eða neitt slíkt.
Bungalo millifærir upphæðina að frádreginni 15% þóknun+vsk inn á reikning hjá eiganda fyrsta virka dag í mánuðinum eftir að leigjandinn dvaldi í eigninni.
Afbókun þarf að berast til Bungalo með tölvupósti eða öðrum skilvirkum leiðum. Ef að afbókun á sér stað 30 dögum eða meira fyrir komudag, þá á leigjandi rétt á 80%% endurgreiðslu á heildarleigufjárhæðinni. Ef að afbókun á sér stað 29 - 8 dögum fyrir komudag, þá á leigjandi rétt á 20%% af heildarleigufjárhæð. Ef að afbókun á sér stað 7 dögum eða færri fyrir komudag þá fæst engin endurgreiðsla.
Um leið og bókun hefur verið staðfest með greiðslu þá fær leigjandinn sem og eigandinn tölvupóst með bókunarupplýsingum. Í þessum upplýsingum koma fram upplýsingar um leigjandann sem og eigandann og geta því hafist samskipti þar á milli.
Nei, bókunarkerfið er rauntímabókunkerfi sem að þýðir að ef að dagur er laus sem að leigjandi hefur áhuga að bóka þá getur hann gert það svo lengi sem að það eru meira en 48 klst í dvöl. Það þýðir að mikilvægt er að eigandi taki frá þá daga sem ekki eru lausir.
Bókun getur verður að vera gerð með meira en 48 klst fyrir dvöl. Ef að leigjandi vill bóka með minni fyrirvara þá þarf eigandi að samþykkja bókunina.
Já, það er ekkert því til fyrirstöðu að þú skráir inn eignina á aðrar síður. Mikilvægt er að uppfæra dagatalið ef að bókun kemur í gegnum aðrar síður. Með því að skrá eignina hjá Bungalo fer eignin sjálfkrafa inn á Tripadvisor, Flipkey og Holiday Lettings að kostarlausu fyrir eigendur og sér Bungalo um þá tengingu.
Hægt er að skrá inn mismunandi verð fyrir sumar- og vetrartímabilið. Sumartímabilið telur frá 15 maí – 14 sept. Vetrartímabilið telur frá 15 sept til 14 maí. Þá er hægt að hafa mismunandi verð á virkum dögum og um helgar.
Í bókunarkerfinu er hægt að bóka allt árið um kring þannig að þó að sumarið yrði tekið frá þá getum við aðstoðað þig við að bóka önnur tímabil. Mikilvægast er að taka frá þá daga sem ekki eru lausir og þá gengur þetta vel fyrir sig.
Það er ekkert mál, þá tekurðu bara alla aðra daga frá og heldur þeim lausum sem er í lagi að bóka. Eigandi eignarinnar hefur fulla stjórn á því hvaða daga er í lagi að bóka.
Það er hægt bóka 2 ár fram í tímann svo lengi sem að dagarnir eru ekki fráteknir eða meira en 48 klst eru í dvalartímann. Algengt er að erlendir ferðamenn bóki bústaði marga mánuði fram í tímann og því mikilvægt að hafa dagatalið rétt uppfært.
Tvíbókun er þegar að bókun er gerð á tímabil sem að er þegar búið að bóka. Þetta getur gerst þegar að ekki er búið að taka frá daga sem að eru bókaðir í gegnum aðra síðu eða fráteknir fyrir fjölskylduna. Ef að tvíbókun kemur upp þá er mikilvægt að hafa samband við leigjandann og upplýsa um vandamálið og láta starfsmann Bungalo einnig vita.
Já það er ekkert mál. Eigandi skráir sig þá inn og tekur frá þá daga sem eru fráteknir fyrir fjölskylduna eða vini.
Það er ábyrgð eiganda að afhenda leigjanda lykla að húsinu. Mögulegt er fyrir eigendur að hafa ábyrgðaraðila nærri eigninni sem að getur afhent lyklana eða setja upp lyklabox og gefa leigjandanum upp kóðann.
Við sérhæfum okkur í einstökum eignum sem bjóða gestum upp á minnistæða upplifun. We tökum við eignum sem eru í góðu ástandi, hafa sérinngang og eru staðsettar nálægt náttúru. Þú getur sett inn eignina þína hingað og strax fengið svar frá okkur.
Bungalo skyldar eigendur ekki til að vera með leyfi til að skrá eignina. Hinsvegar þá er sterklega mælt með því að eigendur hafi öll tilskyld rekstrarleyfi. Bungalo getur aðstoðað eigendur við að fá upplýsingar um hvernig skuli sækja um leyfi
Bungalo skyldar eigendur ekki til að vera tryggðir til að skrá eignina. Það er sterklega mælt með því að eigendur séu tryggðir til vera öruggir að fá hluti bætta ef að tjón kemur upp eftir dvöl leigjanda.
Leigjendur sem að bóka í gegnum Bungalo þurfa að samþykkja skilmála þar sem að þeir samþykkja að ábyrgjast þær skemmdir sem að verða á eigninni að þeirra völdum. Leigjendur eignarinnar eru ábyrgir fyrir því tjóni sem kann að verða á eigninni og eiga að upplýsa eiganda um leið ef að skemmdir verða á eigninni. Bungalo ber enga ábyrgð á því tjóni, skemmdum eða þeirri rýrnun sem kann að verða við útleigu bústaðar af völdum leigjanda eða af öðrum ástæðum meðan á útleigu stendur. Ef að skemmdir verða þá getur Bungalo aðstoðað sem milliður til að ná sáttum á milli eiganda og leigjanda og sent kröfu á leigjanda um að greiða þær skemmdir sem urðu.
Aðeins leigjendur sem að hafa bókað eignina í gegnum Bungalo geta skilað inn umsögn um dvölina. Þannig tryggir Bungalo að þær umsagnir sem að gerðar eru koma frá raunverulegum leigjendum. Um leið og dvöl leigjanda lýkur þá er send beiðni til leigjanda um að skrifa umsögn og gefa stjörnugjöf.
Við erum með samstarfssamninga við nokkra af stærstu ferðasíðum í heiminum og partur af þjónustunni okkar er sú að eignin þín verður sjálfkrafa birt á öllum þeim síðum sem við svo sjáum um að uppfæra og svara öllum fyrirspurnum fyrir.
Velkomin(n) á Bungalo. Þú hefur verið skráð(ur) inn og ættir að fá netfang með frekar upplýsingum um hvernig á að nota vefsíðuna
Vinsamlegast ljúktu við skráningu þína með því að fylla inn eftirfarandi upplýsingar.