Skilmálar fyrir leigusala.
Með því að nota Búngaló vefsíðuna samþykkir þú sem notandi að fylgja þeim skilmálum sem hér koma fram. Skilmálar þessir eiga við um eigendur sumarbústaða sem vilja kynna bústað sinn inn á vef Bungaló og / eða nýta sér bókunarkerfi síðunnar við útleigu bústaðarins. Taka skilmálar þessir bæði til notkunar á þessum vef sem og ástands sumarbústaðanna og upplýsinga, sem eigendur setja inn á vefinn.
Í skilmálum þessum eru eftirfarandi hugtök notuð::
Notandi: Leigusali sem vill skrá eign sína inn á vef Búngaló. Ef leigutaki vill nýta sér þjónustu Búngaló eingöngu í þeim tilgangi að birta smáauglýsingu um sinn bústað á vef Búngaló eiga ákvæði 4. kafla þessara skilmála ekki við en önnur ákvæði gilda. Í þeim tilfellum sem leigutaki vill nýta sér bókunarþjónustu Búngaló eiga skilmálarnir í heild sinni við.
Búngaló: Búngaló ehf., kt. 540710-0230, Borgartúni 29, 105 Reykjavík, eigandi og rekstraraðili vefsins www.bungalo.is..
Leigutaki: Leigjandi sumarbústaðar sem leigir eign í gegnum vef og bókunarkerfi
Búngaló.
Leigusali: Notandi sem að skráir inn gistingu til útleigu á vefsíðu Búngaló
Vefsíða Búngaló: www.bungalo.com
1. Lýsing á þjónustu
Búngaló býður upp á rafræna bókunarþjónustu þar sem bústaðareigendur skrá sjálfir inn bústaði sína í kerfið og bjóða til útleigu. Búngaló sér um bókunarkerfi og utanumhald varðandi útleiguna.
2. Skráning notenda, notkun vefsins og ábyrgð á efni sett á vefinn
2.1 Almennt: Með því að skrá sig sem notenda á vefsíðu Búngaló samþykkir notandi að virða reglur og skilmála Búngaló ásamt breytingum sem kunna að verða á þeim í framtíðinni. Notandi skuldbindur sig til þess að fylgjast með þeim breytingum en skilmálarnir verða hverju sinni aðgengilegir inn á vef Búngaló. Ef forsvarsmenn Búngaló telja að notandi hafi á einhvern hátt brotið gegn Búngaló eða skilmálum síðunnar, áskilur Búngaló sér rétt til að loka fyrir aðgang notanda og meina þeim aðgang að þjónustu síðunnar framvegis.
2.2 Ábyrgð: Notandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir því efni sem hann setur inn á vef Búngaló. Notandi gerir sér grein fyrir því að Búngaló skoðar ekki sérstaklega það efni og þær upplýsingar sem settar eru inn á vefinn fyrirfram og er ábyrgðin á efninu því alfarið notanda.
2.3 Tölvupóstur: Þegar notandi skráir sig á Búngaló verður hann að gefa upp virkan tölvupóst sem hann getur ávallt nálgast. Ef notandi skiptir um tölvupóst ber honum að láta Búngaló vita um slíkar breytingar. Auk þess þarf notandi að uppfæra allar frekari persónuupplýsingar eftir því sem það á við á vefsíðunni.
2.4 Lykilorð:Lykilorði notanda er ekki deilt með neinum og verður notandi að bera ábyrgð á því að varðveita það.
2.5 Fréttabréf: Notandi gefur Búngaló leyfi til að senda uppfærslur og fréttir í formi fréttabréfs á tölvupóst notanda.
3. Skráning leigueignar
3.1 Almennt: Með skráningu bústaðar á vefsíðu Búngaló verður hann aðgengilegur notendum Búngaló og er þar kynntur til útleigu. Þjónusta Búngaló er ætluð til skammtímaleigu og þeir eignir sem falla undir eru hús, sumarbústaðir, orlofshús, kofar eða annað sambærilegt húsnæði. Búngaló tekur hins vegar ekki við eignum til langtímaleigu og áskilur sér rétt til þess að hafna skráningu eigna í bókunarkerfi sitt ef viðkomandi eign uppfyllir ekki framangreind skilyrði. Búngaló áskilur sér rétt til að fjarlægja skráða bústaði og meina eigendum þeirra aðgang að þjónustu síðunnar framvegis ef Bungaló teljur að notandi hafi á einhvern hátt brotið gegn Búngaló eða notendum þess.
3.2 Myndefni: Með því að hala niður myndum á vefsíðuna samþykkir notandi að Búngaló hafi fullan rétt til að nota þær í bæklinga, auglýsingar og annað fréttaefni sem notað er við markaðsetningu Búngaló, endurgjaldslaust.
3.3. Upplýsingar:Notandi ábyrgist að þær upplýsingar sem hann setur inn í kerfið um sumarbústaðinn séu réttar og að þeir munir og þeir eiginleikar sem þar er lýst séu fyrir hendi og nýtist leigutaka.
4. Útleiga bústaðar
4.1. Umboð til útleigu:: Notandi veitir Búngaló umboð til þess að leigja út sinn sumarbústað. Í umboðinu felst heimild til að gera samninga um útleigu eignarinnar og nota til þess bókunarkerfi Búngaló samkvæmt skilmálum þessum og í samræmi við þær upplýsingar og þau verð sem eigandi kynnir og tilgreinir. Ekki eru leigðir út bústaðir til fólks yngra en 22 ára. Búngaló sendir tilkynningu til eiganda bústaðar í hvert sinn sem bústaðurinn er leigður út í gegnum bókunarkerfi fyrirtækisins.
4.2 Almennt:Við upphaf leigutímabils skal bústaðurinn hafa verið þrifinn. Þar skulu vera aðstaða og munir, sem nægja til þess að halda einfalt heimili, s.s. húsgögn, eldhús- og baðáhöld og svefnaðstaða. Endurnýja þarf myndefni af bústaðnum eftir því sem breytingar eiga sér stað. (Endurnýjun húsgagna, viðbætur o.þ.h.) Sumarbústaðurinn skal vera vel merktur og nákvæm leiðarlýsing vera til staðar. Í “lýsingu á bústað” á vefsíðu Búngaló, verður að koma fram hvort sængur og koddar eru til staðar.
4.3. Afhending og skil:Bústaður skal vera laus frá kl. 16.00 á umsömdum leigudegi og skal eigandi bústaðar afhenda lykla að bústaðnum eða hafa þá aðgengilega frá og með þeim tímapunkti. Bústað skal skilað kl. 12.00 á umsömdum skiladegi. Sé bústað ekki skilað á tilsettum tíma til eiganda er það í verkahring eiganda að koma leigjanda út úr bústaðnum.
4.4 Greiðsla:Búngaló tekur við greiðslum í gegnum bókunarkerfi frá leigjendum. Greiðslur eru teknar af greiðslukorti leigjanda og varðveitir Búngaló fjárhæðina á vörslureikningi í sinni eigu þangað til eignin hefur verið notuð. Búngaló greiðir eigendum 15. hvers mánaðar fyrir tekjur sem myndast hafa á kortatímabili fyrri mánaðar en tekjur teljast hafa myndast þegar leigutaki hefur lokið dvöl sinni í hinu leigða.
4.5. Þóknun:Búngaló tekur 15% þóknun af leigugjaldi í hvert skipti sem bústaður er leigður út. Ofan á þá þóknun leggst 25,5% virðisaukaskattur. Þóknun Búngaló dregst frá þeirri upphæð sem Búngaló greiðir eiganda bústaðar samkvæmt lið 4.4. Þóknun Búngaló skal greidd jafnvel þótt leigusali þurfi að endurgreiða leigjanda leigufjárhæð í heild eða hluta.
4.6 Tvíbókanir:Húseigandi sem nýtir sér bókunarkerfi Búngaló má og getur bókað sjálfur í bústað sinn, án þess að greiða Búngaló þóknun. Hann er hinsvegar skuldbundinn til að framkvæma bókunina samstundis á vefsíðu Búngaló. Að öðrum kosti er möguleiki á tvíbókun. Sú bókun sem bókuð er fyrr í bókunarkerfinu gildir.
4.7. Tjón:Búngaló ber enga ábyrgð á því tjóni, þeim skemmdum eða þeirri rýrnun sem kann að verða við útleigu bústaðar af völdum leigjanda eða af öðrum ástæðum meðan á útleigu stendur.
4.8. Úrsögn:Vilji eigandi taka bústað sinn út af bókunarkerfi Búngaló skal hann tilkynna Búngaló um það með tölvupósti eða öðrum sannarlegum hætti og verður bústaðurinn þá tekinn út af vef fyrirtækisins.
4.9 Afpöntunarskilmálar: Afpöntun ber að tilkynna til Búngaló með tölvupósti eða öðrum sannarlegum hætti. Búngaló gefur leigusölum heimild til að velja á milli þriggja staðlaðra afbókunarskilmála sem eru flokkaðir sem sveigjanlegir, hóflegir og strangir skilmálar. Notendur geta séð valda afpöntunarskilmála hjá leigusölum í eignarskráningu.
Sveigjanlegir: Ef afpöntun er gerð með meira en 72 klst (3 dögum) fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 100% endugreiðsla af heildarverði
Hóflegir: Ef afpöntun er gerð með meira en 14 dögum fyrir áætlaðan komudag þá fæst full 100% endurgreiðsla af heildarverði.
Strangir: Ef afpöntun er gerð með meira en 30 dögum fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 80% endugreiðsla af heildarverði.
5. Hugverk
Öll vörumerki, einkaleyfi, réttur til notkunnar gagnagrunns og önnur eign á hugverki og því efni sem birtist á þessum vef, þar með taliði uppsetning, hönnun og skipulag vefsins auk hugbúnaðar sem liggur til grundvallar vefnum er eign Búngaló ehf. Notendum er óheimilt að fjölfalda, breyta, aðlaga, birta, deifa, selja eða með öðrum hætti láta af hendi nokkurt efni á þessum veg eða nokkuð úr þeim hugbúnaðir sem liggur vefnum til grundvallar, nema með skriflegu leyfi okkar. Hlaða má niður efni af vefsíðuni og prenta eða afrita til persónulegrar notkunar, en ekki í viðskiptaskyni. Ef upp kemur tilvik þar sem brotið er gegn hugverkarétti Búngaló, leiðir það til þess að Búngaló mun leita lagalegs réttar síns fyrir dómstólum án alls fyrirvara til notenda.
6. Staðfesting skilmála
Staðfesting á skilmálum þessum fara fram í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu (hér eftir rrl). Með því að samþykkja skilmálana staðfestir leigutaki að hann hafi kynnt sér þá og sé þeim samþykkur.
Í samræmi við 1. mgr. 9. gr. rrl. bendir Búngaló sem þjónustuveitandi á að fyrirtækið varðveitir eintak af skilmálum þessum, og er það aðgengilegt á persónulegu svæði notanda inn á vefnum.
Búngaló fylgir siðareglum Samtaka verslunar og þjónustu um rafræn viðskipti, sem unnt er að nálgast á vef samtakanna.
.
7. Dómsmál
Mál sem kunna að koma upp vegna þessara skilmála, eða samskipta notanda og Búngaló, skulu vera rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.