Yndislegur bústaður með frábæru útsýni yfir Hvalfjörðinn.
Aðal húsið er 45 fm með eldhúsi, stofu með kamínu, tveimur svefnherbergjum þar sem annað er opið inn í stofuna. Þriðja svefnherbergið er í nýjum kofa í garðinum. Þar er opnanlegur gluggi og rúm sem er 120x200 cm.
Nýleg útisturta með heitu vatni og fallegu útsýni yfir Hvalfjörðinn. Gasgrill og útihúsgögn fyrir fjóra.
Fallegur og kyrrlátur staður við laxveiðiána Brynjudalsá.
Oft má finna kindur við lóðina :)
Aðeins um klukkutíma akstur frá Reykjavík.
Hægt er að finna fallegar gönguleiðir í dalnum og fallega fossa og er Brynjudalur vel þekktur fyrir góð krækiber í ágúst og september.
Húsin eru reyklaus og eingöngu fyrir fjölskyldufólk, rólega vini eða par.