Book this cottage

Price from: $281.34

Choose available check-in and
check-out dates to continue.

Description

Sjarmerandi bústaður á einstökum stað í Eilífsdal í Kjós, í aðeins 35 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. Þrátt fyrir stutta fjarlægð frá miðborginni, þá býður staðsetningin upp á einstakt útsýni, mikla náttúrufegurð og næði, þar sem húsið er staðsett innst í dalnum, upp í fjallshlíðum Esju.

HÚSIÐ:
Bústaðurinn er 45 fm með tveimur svefnherbergjum, sem eru bæði með tvíbreiðum rúmum og er annað herbergið einnig með tveim kojum, sem eru tilvaldar fyrir börn eða unglinga. Notaleg stofa og borðstofa með eldhúskrók og eldunaraðstöðu, ísskáp og öllu tilheyrandi til eldamennsku. Gasgrill er úti á verönd. Heitt og kalt vatn og rafmagnskynding. Heitur pottur og útisturta, sem hefur slegið í gegn hjá erlendum ferðamönnum. Einnig er lítil sturta inni á baði. Barnaferðarúm og barnastóll er í boði fyrir þá sem óska eftir því.

AFÞREYING & ÞÆGINDI:
- Heitur og kaldur pottur
- Stór og glæsilegur pallur með útsýni til allra átta
- Inni- og útisturta
- Hengirúm
- Trampolín (niðurgrafið 5 metra)
- Sandkassi og róla
- Ýmis leikföng, bækur og spil fyrir börn og fjölskylduna
Svæðið býður upp á fallegar gönguleiðir og aðalbláberjaland (þegar nær dregur hausti).
Stutt er í silungsveiði í Meðalfellsvatni (ca. 8 km fjarlægð). Munið að taka veiðikortið með.

NÁNASTA UMHVERFI OG ÞJÓNUSTA:
Í næsta nágrenni er Hvalfjörðurinn með einstökum náttúruperlum, frábærum berjalöndum, fjölbreyttum og fallegum gönguleiðum og merkilegri sögu.
Í Kaffi kjós í Meðalfellsdal, sem er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá bústaðnum er bæði veitingastaður og matvöruverslun með allar helstu nauðsynjar.
Við bjóðum ekki upp á wi-fi internet, en Með GSM símum er hægt að vera í sambandi við umheiminn en annars er þetta kjörinn staður til að vinda ofan af daglegu áreiti og njóta þess að vera í einstöku umhverfi þar sem kyrrð og fegurð umlykur mann og endurnærir.

NÆRLIGGJANDI NÁTTÚRUPERLUR OG TILVALDAR DAGSFERÐIR:
Staðsetningin er ákjósanleg fyrir dagsferðir, t.a.m:
- Glymur: tignarlegur næst hæsti foss Íslands, falleg gönguleið, ca. 25 mín akstur (fínt að fara í sund á eftir á Hlöðum, Hvalfirði, sem er rétt hjá)
- Golfvöllurinn Brautarholti: ævintýralegur golfvöllur og útsýni, ca. 25 mín akstur
- Gullni hringurinn (Gullfoss og Geysir), ca. 70-80 mín akstur
- Þingvellir þjóðgarður: ca. 30 mín akstur
- Laugavatn, Fontana geothermal spa: ca. 50 mín akstur
- Snæfellsjökull: ca. 2 klst akstur
- Esjan: ýmsar gönguleiðir
... og margt fleira!

GOTT AÐ VITA, við bjóðum upp á:
- Sængur og kodda fyrir allt að 5 manns.
- Heitt og kalt vatn
- Tvær sturtur, innan og utandyra (við mælum með útisturtunni)
- Diska, glös og hnífapör fyrir allt að 6 manns
- Salt, pipar og sykur
- Pottar og pönnur
- Ísskápur með frysti (168 L m. 40 L frystihólf, í forstofu)
- Gasgrill
- Gaseldavél með bakaraofni
- Kaffikönnur (Mokka og Cafeteria)
- Te ketil
- Tivoli Audio hljómflutningstæki m. útvarpi (Aux in snúra á svæðinu til að tengja við snjallsíma eða iPad / iPod)

HÚSREGLUR:
1. Check in is at 4pm onwards and check out at 12pm on departure date.
2. Please leave the cottage as you found it and take care of it while staying there.
We are a self sustainable cottage, so we expect our guests to clean the cottage before leaving.
If guests do not clean, extra fee is charged for cleaning.
3. Pets are not allowed.
4. Smoking is not allowed inside the cottage. If smoking outside, please put the stubs away and throw them in the garbage.
5. Please report any damage that might occur ? We will not charge normal mishaps, just want to know for possible replacement and/or repair expenses.
6. Be very careful while using candle light and please don't leave a candle on when going outside or to bed.
7. Please follow the guidelines given for securing the house upon departure, found in the cottage guide, which awaits you at arrival.

Skráningarnúmer: HG-00015580

Good to know

Check-in time: 16:00
Registered: 29 Dec 2015
Last update: 07 Dec 2024
Size: 45 m2
Check-out time: 12:00
Minimum stay:
 3 nights (Summer)
 2 nights (Winter)
Location of keys: Provided before arrival

Amenities

Beds

  • 2x Single bed
  • 2x Double bed

Cancellation policy


Strict

A reservation can be cancelled 30 days or more prior to the scheduled arrival date and 80% of the rental price will be repaid.
Owner
Biggi & Maria

1 cottages on Bungalo

Similar cottages

Eyjatjörn Cottage

276 Kjós

(26 ratings)


Kiðafell

270 Mosf Kjósahreppur


3 Reviews

Felix Eppmann
06 Aug 2022


Dr. Bonno Stuerenburg
06 Aug 2022
Wir hatten einen wundervollen Aufenthalt. Die Aussicht ist fantastisch, das Gelände wunderhübsch mit recht neuer Terasse und tollen Sitzgelegenheitenund Grill, wenn das Wetter mitmacht. Das Haus ist ein wenig älter aber liebevoll renoviert und mit französischem Charme dekoriert. Das Trampolin ist super für die Kinder, ebenso die Spielesammlung. Dusche schon etwas älter, aber wir haben ohnehin die Aussendusche zusammen mit dem Hotpot genutzt.
Kommunikation mit den Gastgebern sehr nett und aufgeschlossen.
Eine kleine Verbesserung wären neue Töpfe.

Ólafur Ólafsson
10 Aug 2020
Fantastic cottage in a great location. The view in all directions was breathtaking and we loved our stay.
The cottage was really clean and had comfortable beds. Loved the stay and will rent it again when we need a city break :)