Stofnað 2010 og staðsett í Reykjavík, Íslandi. Við einblínum ekki aðeins á að aðstoða við að finna eignir til leigu heldur líka reynum við að bjóða uppá upplifun.
Allar eignir sem eru skráðar á síðna eru í eign einstaklinga og fjölskyldna sem gefa þeim vinalegan blæ og gefa þér tækifæri á að kynnast heimafólki og kúltur svæðisins.
Hugmyndin fæddist sumarið 2009 þegar Haukur (stofnandi Bungalo) ákvað að leigja sér bústað og komst fljótlega að því að það var auðveldara sagt en gert. Eftir að hafa eytt heilum degi á netinu að leita að bústöðum til leigu komst hann að því að það er engin auðveld leið til að leigja bústaði á Íslandi. Í staðinn fyrir að kvarta yfir stöðunni settist hann niður og byrjaði að henda saman hugmynd að því sem er nú Bungalo vefsíðan.Síðan fór fyrst í loftið 10. Mars 2010 og síðan þá hefur Bungalo verið þróuð í samstarfi við notendur síðunnar. Allir hugmyndir sem koma frá notendum okkar eru metnar og enda oftast á síðunni.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, endilega sendu okkur póst á [email protected]
eða hringdu í okkur í síma 445-4444.
Fyrirspurnir: Pidsinee Sripanthabut hjá [email protected]
Velkomin(n) á Bungalo. Þú hefur verið skráð(ur) inn og ættir að fá netfang með frekar upplýsingum um hvernig á að nota vefsíðuna
Vinsamlegast ljúktu við skráningu þína með því að fylla inn eftirfarandi upplýsingar.