Bóka þennan bústað

Verð frá: $171.77

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Vellir á Grenivík er afar fallegt hús við sjávarbakkann, húsið er 90 m2 á þremur hæðum, forstofa, klósett, eldhús og stofa eru á miðhæðinni og þar er hurð út á sólpall. Efsta hæðin er svefnrými og þar er hjónarúm ásamt tveimur einbreiðum rúmum. Þar er einnig hægt að sofa á 4 dýnum. Svefnsófi er fyrir tvo í stofu. Á neðstu hæð er svefnrými fyrir tvo í einbreiðum rúmum, sturta, bað og þvottahús. Allur nauðsynlegur búnaður er í húsinu svo sem eldavél, ofn, örbylgjuofn, öll smá raftæki ásamt öllum borðbúnaði. Sjónvarp og útvarp er á staðnum. Þvottavél er í þvottahúsi og þurrkgrind. Ungbarnarúm og barnastóll er í húsinu. Á verönd eru borð og stólar ásamt grilli. Sængur og koddar eru fyrir átta manns og lín utanum allt, einnig fylgja handklæði og þvottastykki. Einstakt útsýni er úr og við húsið út á hafið þar sem Eyjafjörðurinn skartar sínu fegursta. Kvöldsólin er einstök séð frá þessum stað. Fjallasýn er frábær og eru norðurljósin mjög oft í heimsókn hjá okkur á veturna. Hvalurinn svamlar rétt fyrir framan norðurbakkann og er oft hægt að sjá blástursstróka og skvettur úti á sjónum. Kíkir er í húsinu.
Fjöllin á Grenivík eru þekkt sem frábær afþreying fyrir sleðasport. Frábærar brekkur eru fyrir skíða og brettafólk í ótroðnum snjó.
Á Grenivík er stutt í verslun, veitingastað, sundlaug, líkamsrækt, golfvöll og fótboltasvæði.
Sjómynjasafn er við gömlu bryggjuna og er stutt í afleggjara út í Fjörður og Flateyjardal.
Hægt er að fara í stuttar og langar gönguferðir allt í kring um þorpið.
Leyfisnúmer okkar er LG-REK-013785

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 09 Dec 2017
Síðast uppfært: 29 Nov 2021
Stærð: 80 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur: 2 nætur
Aðgangur í lykla: Keybox

Aðstaða

Rúm

  • 4x Einbreitt rúm
  • 1x Tvíbreitt rúm
  • 1x Svefnsófi fyrir 2

Afbókunarskilmáli


Hóflegur

Ef afpöntun er gerð með meira en 14 dögum fyrir áætlaðan komudag þá fæst full 100% endurgreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Gísli

1 bústaðir á Bungalo

Svipaðir bústaðir

Brekka North Iceland Cottage

621 Dalvík

(4 umsagnir)

Hlíð Cottage in North Iceland

621 Davík

(10 umsagnir)

Bakki Cottage in North Iceland

621 Dalvík

(4 umsagnir)

4 Umsagnir

Hulda Guðjónsdóttir
30 Jul 2021
The house was great, the best. Clean and all we needed. We had a very nice stay there and we so reccomend it for others. Loved that I got an email from owner before coming, telling us some information about the house and welcoming us. Thank you

Sanja Bek
19 Jun 2020
Amazingly beautiful, the view left us speechless, thank you Gísli for everything!

Julia Bayer
21 Aug 2019
Nice, cute and clean cottage

Nemendafélag Grísmeyjarskóla (Karen Nótt Halldórsdóttir, skólastjóri)
26 Apr 2018