Laugarbakki Guesthouse er á staðsett á Laugarbakka rétt hjá þjóðvegi 1, mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Húsið okkar er um 200 fermetrar, mjög rúmgott á einni hæð. Svefnpláss er fyrir allt að 10 manns og hægt er að biðja um auka dýnur fyrir tvo.
Svefnherbergin eru 4, eitt þriggja manna, tvö tveggja manna og eitt eins manns, öll með mjög góðum rúmum. Við hliðina á stofunni er notalegt herbergi eða seturstofa með vönduðum svefnsófa fyrir tvo.
Í húsinu eru tvö góð baðherbergi með sturtum, fullbúið eldhús og góð aðstaða fyrir hópinn til að matast í stofurými. Á veröndinni og í garði er stór heitur pottur og sauna, einnig hafa gestir aðgang að góðu gasgrilli.
Mjög notaleg sólstofa er í húsinu þar sem gestir geta slakað á og látið fara vel um sig.
Húsið hentar einstaklega vel fjölskyldum og minni hópum sem vilja njóta þess að vera saman í rólegu umhverfi. Frá Laugarbakka eru 10 km á Hvammstanga en þar er verslun, sundlaug og önnur þjónusta. Staðsetningin býður upp á frábær tækifæri til að sjá norðurljós, skoða seli í náttúrulegu umhverfi og einnig er stutt í margar þekktar náttúruperlur eins og Hvítserk, Borgarvirki og Kolugljúfur. Viljir þú vera einn, eða með hópnum þínum úti í náttúrunni, þá er mjög stutt að fara frá Laugarbakka og njóta kyrrðar þar sem fáir eru.
Good to know
Check-in time: 16:00 Registered: 07 Feb 2022 Last update: 20 Dec 2024 Size: 200 m2
A reservation can be cancelled with 14 days or more prior to the scheduled arrival date and 100% of the full rental price will be repaid.
Owner
Palina Fanney
1 cottages on Bungalo
The message was sent.
1 Reviews
Teresa Sousa
31 Oct 2022
Amazing house, with everything you need and more! Coffee, tea and even the ingredients for making waffles in the morning were available. The hot tub was already prepared for us, when we arrived. We had the most beautiful experience, watching the northern lights from the hot tub. It was perfect!