Description
Stórt hús sem hýsir 10 manns í 5 herbergjum..
Snyrtileg gæludýr eru leyfð í húsinu.
.
Gamli bærinn í Hrifunesi, er ca 180fm að stærð á tveimur hæðum.
Húsið okkar er rekið með leyfi frá Heilbrigðeftirliti,Eldvarnareftirliti og Lögreglustjóraeftirliti Suðurlands.
Skírteini situr á vegg í eldhúsi.
Barnarúm, barnamatarstóll og barna bakgöngustóll er í boði án endurgjalds.
Hæfilega vel staðsett hús á milli Víkur í Mýrdal, og Kirkjubæjarklausturs.
Á þessu svæði finnur þú æðislega stangveiði í kringum Klaustur sumarmánuðina fram að hausti, tryllta strandskoðun við Vík-/Dyrhólaey ,hrífandi hellaskoðun og jöklagöngu á veturna og
kósý langar helgar með vinum í dásamlegum heimagerðum veislum í húsinu okkar.....
Í næsta nágrenni:
Í Vík finnur þú bensínstöð, matvöruverslun,veitingastaði,bifreiðaaþjónustu,heilsugæslu ofl og stutt til Kirkjubaejarklausturs þar sem þú finnur bensínstöð, matvöruverslun, vínbúð, útisundlaug,veitingastaði,hestaleigu, bifreiðaþjónustu og heilsugæslu.
Á Kirkjubæjarklaustri finnur þú :vínbúð,matvöruverslun,veitingastaði,bifreiðaaþjónustu,heilsugæslu og söfn.
Hrífunes bærinn Katla er í um um 240 km fjarlægð frá Reykjavík, í um 2,5 tíma akstur.
Langisjór- Fjallabak- Katla- Landmannalaugar,Skaftafell/Vatnajökull,Eldgjá;Eldvatn,Lakagígar,Diamond beach ,Glacier Lagoon
ATH : Uppábúin rúm sem og baðhandklæði greiðast í húsi sem aukagreiðsla uppá kr2000.- á gest yfir 2 ára aldri.
Efri hæð :
Svefnherb: Eitt 160cmx200cm rúm.
Svefnherb: Eitt 90cmx200cm rúm.
Eldhús, stofa ; borðstofa,6-10 manna borð - tv stofa, sófar og sófaborð.
Neðri hæð :
Svefnherb: 160cmx200cm + 90cmx200cm
Svefnherb :Tvö 90cmx200cm
Svefnherb: Tvö 90cmx200cm
Baðherb: sturta, wc og vaskur
Snyrting: wc og vaskur
Þvottaherb: þvotavél,þurrkari og hitakútur fyrir húsið.
Eldhúsið er með því helsta sem góðir matmenn eru vanir: góð gaseldavél, góðar pönnur og pottar, áhöld og eldföst mót,
Handpískari,samlokugrill, hitaketill, vöfflugrill,brauðrist,kaffivél ásamt kaffiuppáhellingarkönnunni á gamla mátann.
Fínasti blástursofn er í eldhúsi fyrir sunnudagsskúffukökuna.
Ólífuolía er til staðar fyrir næstu frábæru veislu og alltaf er eitthvað krydd eftir fyrri góðs gesti í kryddkörfunni, en alltaf er séð til þess að maldon salt og piparkvörn sé tilbúin handa þér.
Uppþvottavélin er ungfrú Whirlpool og hún er ekki allskostar hrifin af einhverskonar "ECO" tilþrifum á Íslandi, svo hún er tilbúin í hefðbundin þrif, en aðeins á meðan það er skolað af mestum rjómanum af disknum eftir veisluna !
Þvottavélin er aðeins eldri og er ýmsu vön.
Hún tekur flestu en þó ekki yfir 6kg af þurrum eðlilegum þvotti - ekki 6 kg jöklagöllum- þá fer hún yfirum og þú færð ekki gallann hreinan- aldrei.
Þurrkarinn er nokkuð rólegri en afar snyrtilegur - tekur um 8kg af vindum þvotti frá þvottavélinni en aðeins og AÐEINS hreinan þvott....kærar þakkir.
Húseigendur ætlast til af leigutökum að þeir sýni húsi , umhverfi þess og innanstokksmunum þá virðingu sem ætlast er til og séu tilbúnir til að takast á við þá fjárhagslegur ábyrgð að bæta það tjón og/eða hluti sem skemmast eða
glatast á meðan leigutíma sendur.
GPS HNIT :
Latitude 63°38'30.09°N
Longitude 18°30'22.83°W