Bóka þennan bústað

Verð frá: $701.47

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Hálsakot er staðsett á bökkum Kaldár í Jökulsárhlíð. Húsið var byggt árið 2007 og síðan þá hafa stöðugar viðbætur átt sér stað við húsið. Boðið er upp á gistingu í átta tveggja manna herbergi í fjórum húsum sem hvert hefur sérbaðherbergi með sturtu.

Í aðalhúsi er stórglæsileg setustofa og borðstofa með arin og frábæru útsýni yfir Dyrfjöll í austri er í húsinu ásamt glæsilegu eldhúsi með öllum hugsanlegum tækjum til matreiðslu dýrindis máltíða. Þess ber að geta að aðstaða við húsið hentar einstaklega vel t.d. göngu- eða ísklifurhópum þar sem upphitað herbergi er sérstaklega vel til þess fallið að þurrka blaut föt og skó og geyma útbúnað af ýmsum toga.

Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu á svæðinu og í húsinu og gestir okkar stjórna því að öllu leyti hversu mikla eða litla þjónustu þeir vilja fá. Gestir okkar geta valið að sjá um sig sjálf í mat og drykk eða láta okkur sjá um allar veitingar sem og afþreyingu. Við klæðskerasaumum ferðina þína algjörlega að þínum óskum. Verð hér miðast við hópa sem vilja taka alla aðstöðuna, en einnig er hægt að fá stök herbergi eftir nánara samkomulagi.

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 17 Dec 2013
Síðast uppfært: 27 Aug 2020
Stærð: 350 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur: 1 nætur
Aðgangur í lykla: Hálsakot

Aðstaða

Rúm

Afbókunarskilmáli


Strangur

Ef afpöntun er gerð með meira en 30 dögum fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 80% endugreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Veiðiþjónustan

3 bústaðir á Bungalo

1 Umsagnir

yiu-hung Chan
23 Sep 2019
Excellent bungalo with a group of friends, huge kitchen, Amazing environment, good location to see aurora