Gilsbakki er um 60 fm sumarhús. Húsið stendur frekar hátt og í óbyggð á leið út í Hvalvatnsfjörður. Arin er í húsinu til að hita það upp sem er afar rómantískt á þessum fallega stað. Í húsinu eru 3 svefnherbergi með rúmi fyrir tvo. Í stofu er hvítur leðursófi. Sængur og koddar eru fyrir sex manns en sængurver þurfa gestir að hafa með sér ásamt viskustykkjum, handklæðum og tuskum. Þar er eldhúsborð fyrir 6-8 manns. Borðbúnaður er fyrir 6 manns. Á palli fyrir utan húsið er grill og 4 stólar til sitja og virða fyrir sér útsýnið sem er stórbrotið frá þessu sumarhúsi.
Afleggjarinn inn í Hvalvatnsfjörður stendur rétt fyrir utan Grenivík Þegar komið er að afleggjaranum er keyrt í ca 5 mínútur áður en húsið birtst sem er svart á litinn. Fara þarf um hlið þegar keyrt er inn í Hvalvatnsfjörður og svo áður en komið er að húsinu er aftur farið í genum tvö hlið sem þarf að opna því venjulega eru þau lokuð. 30 mín. Akstur er til Akureyrar og 50-60 mín. akstur til Húsavíkur. Á Grenivík er útisundlaug og heitur pottur. Þar er matvörubúð, svo kölluð Jónsabúð.
Leiðarlýsing:
Gilsbakki er í Grýtubakkahreppi. Frá Leirunesti á Akureyri er ca. 30 - 35 mínútna akstur að húsinu.
Ef fólk kemur frá Reykjavík þá þarf að keyra í gegnum Akureyri og út úr bænum í hinn enda þess. Keyrt er í átt að Húsavík eða eins og ferðinni sé heitið austur á land. Tekin er beygja til vinstri hjá svokölluðu Leirunesti áður en Akureyri er yfirgefin. Þaðan er síðan keyrt sem leið liggur í ca. 10-15 mínútur. Þá er komið að afleggjara sem merktur er Grenivík og liggur til vinstri. Þar er beygt og aftur er keyrt sem leið liggur framhjá Gamla bænum í Laufási. Þá er komið að brú sem liggur yfir Fnjóská. Þegar yfir brúna er komið þá er beygt til vinstri og keyrt í nokkrar mínútur. Þá fara að sjást á hægri hönd sveitabýlin, Hléskógar, Pólarhestar, Grýtubakki 1 og síðan Grýtubakki 3 á hægri hönd. Næsti afleggjari til hægri er Hvalvatnsfjörður og þar er keyrt um veginn þar til Svart sumarhús birtist á hægri hönd.