Neðri hæð í Lindasíðu 55 sem er 3ja herbergja 87fm íbúð. Íbúðin samanstendur af tveimur svefnherberjum með rúmi fyrir tvo, sambyggðu elhúsi og stofu, baðherbergi með sturtu og þvottahúsi. Í stofu er þriggja sæta sófi og einn stóll þar sem hægt er að horfa á sjónvarp. Sængur og koddar eru fyrir fjóra en sængurver þurfa gestir að hafa með sér ásamt viskustykkjum, handklæðum og tuskum. Eldhúsborð/borðstofuborð er fyrir 6 manns. Borðbúnaður er fyrir 6 manns. Húsið stendur í þorpinu á Akureyri en stutt er í alla þjónustu á Akureyri. Verslunarkjarninn Norðurtorg er skammt frá en þar er Bónus verslun, Jysk, apótek svo eitthvað sé nefnt.
Sængurver og handklæði kosta 2000 kr og lokaþrif 10.000 kr