Book this cottage

Price from: $406.93

Choose available check-in and
check-out dates to continue.

Description

Eina húsið við Langasjó og friðsældin er yndisleg!
Þetta hús sem stendur á nesi syðst við Langasjó er til leigu.
Svefnpokapláss er fyrir 4 í kojum og 2 á tvíbreiðum svefnsófa.
Vatn til uppvöskunar og vatn fyrir klóset þarf að sækja í Langasjó. Vatn til drykkjar er sótt í viðveruhús Vatnajökulsþjóðgarðs við Sveinstind. Ekkert rafmagn.
Innifalið í leigu eru veiðileyfi í Langasjó.

Um Langisjó og Sveinstind
Langisjór er stórt stöðuvatn suðvestan við Vatnajökul. Hann er 27 ferkm. að flatarmáli, 20 km langur og 2 km á breidd þar sem hann er breiðastur. Hæð yfir sjávarmál er 662 m. og teygir hann sig suðvestur frá jöklinum. Austan Langasjávar liggur fjallgarður sem heitir Fögrufjöll, frá þeim ganga víða klettahöfðar fram í vatnið, og inn í þau skerast firðir og víkur. Við suðurendan er Sveinstindur kenndur við Svein Pálsson lækni og náttúrufræðing í Vík. Sveinstindur er 1092 m. á hæð yfir sjávarmál. Uppganga á hann er tiltölulega auðveld og á flestra færi, hækkun um 400m.

Af tindinum er einstakt útsýni, í góðu skyggni er sagt að sjáist yfir fjórðung Íslands, frá Öræfajökli í austri allt til Hellisheiðar, Langjökuls og Hofsjökuls í vestri. Þegar horft er yfir endilangan Langasjó til Vatnajökuls, er útsýnið óviðjafnanlegt. Á hægri hönd er horft yfir Fögrufjöll með fjölda lóna milli hæða og tinda. Austan Fögrufjalla rennur hin ólgandi jökulá, Skaftá, sem oft ryðst fram með feiknarlegum jökulhlaupum, en þau eiga upptök sín í Skaftárkötlum, sem eru skammt inni á Vatnajökli. Austan Skaftár sést yfir til Lakagíga, þaðan sem Skaftáreldhraun rann fram á láglendið árið 1783, en það er þriðja stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni frá síðustu ísöld.

Vinsælt er að fara í kajak ferðir á Langasjó og veiði er í honum

Good to know

Check-in time: 15:00
Registered: 15 Jan 2018
Last update: 21 Dec 2024
Size: 40 m2
Check-out time: 15:00
Minimum stay:
 1 nights (Summer)
 0 nights (Winter)
Location of keys: key is in Keybox.

Amenities

Beds

Cancellation policy


Moderate

A reservation can be cancelled with 14 days or more prior to the scheduled arrival date and 100% of the full rental price will be repaid.
Owner
Hólaskjól

4 cottages on Bungalo