Book this cottage

Price from: $1,046.03

Choose available check-in and
check-out dates to continue.

Description

Engu hefur verið til sparað til þess að bjóða gestum okkar upp á notalega aðstöðu. Eyjar er staðsett í Breiðdal á Austurlandi, 80 km frá Egilstöðum.
Húsið var gert upp árið 2003. Það er timburhús á einni hæð. Í húsinu eru átta tveggja manna herbergi sem hvert er búið sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi, hita í gólfi, interneti og mjög þægilegum rúmum.

Í húsinu er gufubað og þaðan útgengt í heitan pott. Borðstofa og setustofa með konunglegum aðbúnaði þar sem glæsilegur arin er áberandi ásamt uppstoppuðum fuglum og fiskum á veggjum. Stór verönd með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Útsýni yfir ómótstæðilegan fjallahring Breiðdalsins.

Yfir vetrartímann býður Breiðdalur upp á frábæra afslöppun fjarri skarkala höfuðborgarinnar og stærri bæja landsins en um leið er ýmis afþreying í boði. Þar ber helst að nefna gönguferðir, ísdorg, snjósleðaferðir, norðurljósaferðir, hestaleiga og margt fleira. Þess ber að geta að aðstaða við húsið hentar einstaklega vel t.d. göngu- eða ísklifurhópum þar sem upphitað herbergi er sérstaklega vel til þess fallið að þurrka blaut föt og skó og geyma útbúnað af ýmsum toga.

Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu á svæðinu og í húsinu og gestir okkar stjórna því að öllu leyti hversu mikla eða litla þjónustu þeir vilja fá. Gestir okkar geta valið að sjá um sig sjálf í mat og drykk eða láta okkur sjá um allar veitingar sem og afþreyingu. Við klæðskerasaumum ferðina þína algjörlega að þínum óskum.

Verðið hér miðast við að allt húsið sé leigt en einnig er hægt að taka stök herbergi eftir nánari samkomulagi.

Good to know

Check-in time: 16:00
Registered: 18 Dec 2013
Last update: 18 Sep 2023
Size: 350 m2
Check-out time: 12:00
Minimum stay: 1 nights
Location of keys: Eyjar

Amenities

Beds

  • 8x Double bed

Cancellation policy


Strict

A reservation can be cancelled 30 days or more prior to the scheduled arrival date and 80% of the rental price will be repaid.
Owner
Veiðiþjónustan

3 cottages on Bungalo