Bóka þennan bústað

Verð frá: $200.82

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Þetta æðislega 106 m2 lúxushús er staðsett rétt fyrir utan Akureyri og býður uppá stórbrotið útsýni yfir bæinn og náttúru í kring.
Húsið inniheldur fullbúið eldhús, flatskjásjónvarp, afþreyingarkerfi og borðspil, háhraða Internet og notalegan heita pott til að slaka á eftir langan dag.
Það hefur 3 aðskilin svefnherbergi, eitt með hjónarúmi og hin með tveimur eins manns, en hægt er að ýta einbreiðu rúmunum saman og gera að tvöföldum og hentar því allt að 3 pörum.

Húsið er fullkomið fyrir fjölskyldur þar sem öll nauðsynleg þægindi fylgja en hentar ekki síður fyrir vini að njóta saman eða einfaldlega pör í notalegri og rómantískri ferð.
Hverfið samanstendur af nokkrum húsum rétt fyrir utan Akureyri, aðeins um 5-10 mínútna akstur, bæði í miðbæinn og á skíðasvæðið Hlíðarfjall.
Staðsetningin býður upp á frábær tækifæri til að sjá norðurljós þar sem þú ert í burtu frá borgarljósunum.
Húsið er mjög prívat og auðvelt er að njóta þess einstaka friðar og ró sem Ísland hefur upp á að bjóða, samt sem áður er allt sem þú þarft skammt frá. Frábærir veitingastaðir, barir og matvöruverslanir opnar allan sólarhringinn.

Það eru 3 svefnherbergi og tvö baðherbergi, þar af eitt með regnsturtu.
Fullbúið eldhús og stofa saman í einu rúmgóðu svæði. Nuddpottur innandyra og verönd með BBQ grilli og útiborð- og stólar, tilvalið á sumrin.

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 28 Jun 2019
Síðast uppfært: 08 Jul 2020
Stærð: 106 m2
Útritunartími: 11:00
Lágmarksnætur: 2 nætur
Aðgangur í lykla: Keybox on site

Aðstaða

Rúm

  • 4x Einbreitt rúm
  • 1x Tvíbreitt rúm
  • 1x Barnarúm

Afbókunarskilmáli


Hóflegur

Ef afpöntun er gerð með meira en 14 dögum fyrir áætlaðan komudag þá fæst full 100% endurgreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Kristín Sólveig

5 bústaðir á Bungalo

Svipaðir bústaðir

Luxury cottage in Akureyri

600 Akureyri

(7 umsagnir)

Hrimland Luxury Cottage #3

601 Akureyri / Hálönd

(1 umsagnir)

Hrimland Luxury Cottage #4

601 Akureyri / Hálönd

(8 umsagnir)

2 Umsagnir

Bryndís Guðmundsdóttir
07 Jul 2020


Ásgeir Rúnar Viðarsson
02 Jul 2020
Great house in a nice location above Akureyri with fantastic views.