Description
Bústaðurinn er með leyfi til heimagistingar HG-14526
Engin gæludýr
Engir viðburðir né partý
Fallegur 85 fm. nýlega uppgerður heilsárs bústaður í rólegu og fallegu umhverfi í Hvalfjarðarsveit, aðeins 50 . mín. akstur frá Reykjavíkur. Húsið er umvafið fallegri náttúru með stórkostostlegu útsýni yfi Eyrarvatn. Húsið er staðsett efst í sumarhúsabyggð , mjög privat, mikið næði og engin umferð vegna staðsetningar. Stór og myndarleg verönd er við húsið og í kringum pottasvæðið. Æðislegur heitur pottur er á pallinum, tilbúinn til að njóta frá morgni til kvölds. Njóta norðurljósa sem eru tíð á þessu svæði. Hitaveita og hiti í öllum gólfum á neðri hæð. Einnig er stór grasflöt fyrir framan húsið sem henta fyrir ýmiskonar leiki og útivist. Stór og mikil lóð er í kringum húsið með fallegri náttúru og mikið bláberjaland. Við leggjum mikla áherslu á að gestum okkar líði vel í húsinu og njóti þess sem það hefur uppá að bjóða og nágrenni þess. Tilvalinn staður fyrir fjölskyldufólk og vini. Frisby golf standur, kubbur, boccia og fl. á staðnum. Húsið stendur í stórri sumarhúsabyggð og skal tekið tillit til þess.
Ekki er gert ráð fyrir partýum né fjölmennum viðburðum. Ekki er leyfi fyrir auka gestum í gistingu, aðeins fyrir þann fjölda sem bókað er fyrir.
Gæludýr eru ekki leyfð.
Húsið er ríkulega búið í alla staði. Fullbúið eldhús með öllum græjum, örbylgjuofn, diskar, glös, vínglös af öllum tegundum, pottar, pönnur, vöfflujárn, brauðrist, kaffivél, þeytari, ostaskeri, skæri, hnífar, krydd, olíur, uppþvottavél, bakaraofn, örbylgjuofn, internet og fl. Klósettpappír, eldhúsrúllur, viskastykki, tuskur, handklæði á baði fylgja einnig. (ekki baðhandklæði og rúmföt nema greitt sé sérstaklega fyrir).
Af gefnu tilefni er bústaðurinn leigður út með uppábúin rúmum , baðhandklæðum og lokaþrifum.
Fullbúnar brunavarnir eru í bústaðnum, reykskynjari í opnu rými, og inní öllum svefnherbergjum. Brunateppi í skúffu undir eldavél, slökkvitæki í andyri og ásamt fyrstu hjálp. Flóttaleiðir eru út um alla glugga í svefnherbergjum og 3 hurðir. Brunastigi er á hægri hlið að utanverðu við glugga á svefnlofti. Garðhúsgögn (vor, sumar, haust) og Weber gasgrill ásamt gaskút er allt árið um kring. Bústaðurinn er staðsettur í fjölskylduvænni og rólegri sumarhúsabyggð. Ekki er gert ráð fyrir fjömennum viðburðum né partýum.
TV: Í bústaðnum er hágæða 65 tommu SONY sjónvarp. . Hægt er að horfa á Netflix á eigin aðgangi. Á efri hæð hússins er sjónvarp og DVD spilari ásamt fjölda dvd diska.
Frí nettenging er í húsinu.
Mikil fjallasýn og gróður er í Svínadal, stutt í Hvalfjörðinn sem er einstök náttúruperle Stutt í ýmsa þjónustu eins og Hótel Glym, Sundlaugina á Hlöðum ( á sumrin ) , Skorradalsvatn og Geitabergsvatn er ekki langt undan, 20 mín keyrsla í nýju sjóböðin Hvammsvík, 30 mín keyrsla á Akranes og Borgarnes. 1. klst akstur er á Þingvöll og 1,5 klst. akstur á Gullfoss og Geysi og um kukkutíma. akstur á Snæfellsnesið.
Það er gaman að ferðast um sveitir Hvalfjarðar, hentugar dagsferðir eru Þingvellir Gullni hringurinn, Ganga að Glym fossinum, Keyra um Borgarfjörðinn, Snæfellsnesið, Krauma, Deildartunguhver, Barnafossar, Hraunfossar, Húsafell og fl. Sjá nánari upplýsingar á www.west.is
Laxá í Leirársveit er í göngufæri og er óheimilt að vera þar á ferðinni á meðan veiðitímabilið stendur yfir.
Þar sem sumarhúsið er í einkaeigu þá biðjum við gesti góðfúslega um að virða eignina okkar og nágrenni og ganga vel um. Einnig biðjum við gesti um að ganga vel frá bústaðnum að dvöl lokinni,