Bóka þennan bústað

Verð frá: $173.65

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Gamli bærinn við Vegamót á Dalvík.
Gamli bærinn er 28 ferm. 107ára gamalt hús sem var gert upp í upprunalegum stíl. Húsið skiptist í stofu, eldhús og baðherbergi með sturtu og uppi er svefnloft. Í stofunni er tvíbreitt rúm. Á svefnloftinu er gert ráð fyrir 2 gestum á dýnum. Í eldhúsinu er eldavél og ískápur ásamt flestum venjulegum tækjum og eldhúsáhöldum. Gestir geta tengst internetinu frítt á þráðlausu neti. Heitur pottur og tunnusána er í garðinum til afnota fyrir gesti.
Gamli bærinn hefur verið mjög vinsæll meðal para og fjölskyldna, þeirra sem vilja njóta rómantískra stunda, brúðhjón eru t.d. dugleg að verja brúðkaupsnóttinni hér og síðan eru saumaklúbbar og aðrir litlir hópar duglegir að leigja húsið fyrir lítil samsæti eða gistingu.
Leikvellir, sundlaug og fótboltavellir í næsta nágrenni.
Frábær staðsetning fyrir skíðafólk að vetri, við rætur Tröllaskagans. Gott skíðasvæði í Böggvisstaðafjalli og stutt í næstu svæði á Akureyri og Siglufirði. Einnig miklir möguleikar til fugla- og hvalaskoðunar, hvalaskoðun og sjóstangveiði frá Dalvík og Hauganesi. Merktar gönguleiðir víða í nágrenni Dalvíkur, möguleiki á leiðsögn. Skemmtilegt byggðasafn, fuglasýning, hestaleiga, 9 holu golfvöllur í frábæru umhverfi, klifurveggur og inniaðstaða fyrir golfara.

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 27 May 2013
Síðast uppfært: 23 Jul 2021
Stærð: 28 m2
Útritunartími: 10:00
Lágmarksnætur: 1 nætur
Aðgangur í lykla: Contact owner for keys

Aðstaða

Rúm

  • 1x Tvíbreitt rúm
  • 2x Dýnur

Afbókunarskilmáli


Hóflegur

Ef afpöntun er gerð með meira en 14 dögum fyrir áætlaðan komudag þá fæst full 100% endurgreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Bjarni

6 bústaðir á Bungalo

Svipaðir bústaðir

Elsti - Top Spot Cottage with Hot Tub

621 Dalvík

(3 umsagnir)


Júlíusarhús

630 Hrísey