Lýsing
-> Ætlast er til að bókað er Þrif og leigu á sængurverum og handklæðum sem er 12 þús. kr. --- Lágmark 2 næturgistingar í boði ---
Þórubúð er 49 m2 sumarbústaður og samanstendur af þremur svefnherbergjum, tvö með tvöföldum rúmum og eitt með tvöföldu rúmi og aukarúmi fyrir ofan (koja). Dýnur í rúmum eru af vandaðri gerð. Einnig er setustofa, lítið eldhús og baðherbergi með sturtu og klósetti. Tilvalið fyrir allt uppað 5 manna fjölskyldur.
Mjög gott internet en gemsasambandið er lélegt útaf hraunbjarginu sem er við bústaðinn. Hægt er að nota í staðinn facetime, whatsapp og annað álíka þegar þið eru í bústaðnum.
Lítill leikvöllur er fyrir börnin.
Þórubúð er staðsett á einkasvæði með tveimum öðrum sumarbústöðum (Arabúð og Garðabúð).
Rétt hjá sumarhúsunum er Maríulind, sem er þekkt heilsulind. Göngustígur liggur í gegnum hraunið að Arnarstapa (þriggja km ganga), sem meðal annars er stórkostlegur staður til fugla- og hvalaskoðunar.
Frá húsinu er mjög fallegt útsýni. Það er stór verönd, þar sem hægt er að grilla og sitja á fallegum sumarkvöldum og njóta náttúrufegurðarinnar.
Það eru flest heimilistæki í eldhúsinu svo sem ketill, kaffivél, örbylgjuofn og ofn, helluborð, brauðrist, hand hrærivél, vöfflujárn, gasgrill, vínglös, ryksuga, barnastóll og útvarp með geislaspilara. Gott internet.
1) Í kringum Hellna er hægt að fara í hestaferðir, hellaskoðun, snjósleðaferðir, sund, hvalaskoðun, golf og sund. Einnig er hægt að fara í sjóstangaveiði og jeppaferðir á jöklinum. Mikið er um fallegar sandstrendur, fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir, fuglaskoðun og veiði er í ám og vötnum.
2) Á Hellnum skín sólin langt fram á kvöld.
3) Frá Reykjavík er eingöngu tveggja tíma keyrsla.
4) Bústaðurinn er staðsettur við hraunjaðarinn á mjög friðsælum stað með fallegt útsýni til sjávar og jökulsins.
5) Mikið er af kræki- og bláberjum í kringum bústaðina í lok sumarsins.
6) Það er eitt kaffihús og einn veitingastaður á Hellnum
Eftir að búið er að bóka mun ég senda fleiri upplýsingar.
Gott að vita
Komutími: 16:00
Skráð: 06 May 2015
Síðast uppfært: 15 Nov 2022
Stærð: 49 m2
Útritunartími: 11:00
Lágmarksnætur:
2 nætur
Aðgangur í lykla: In a keybox outside the house.