Bóka þennan bústað

Verð frá: $129.38

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Laxárbakki er fallega staðsett á bökkum Laxár í Hvafjarðarsveit en samt í alfaraleið við þjóðveg eitt, aðeins 14 km frá Akranesi og 22 km frá Borgarnesi.

Þetta er 40 fermetra fullbúin studíó íbúð með eldhúsi og þvottavél. Íbúðirnar eru búnar hjónarúmi, 120cm rúmi og tvöföldum svefnsófa og geta 4-5 manns gist í íbúðinni. Svalir eru í íbúðinni sem vísa til suðurs/norðurs.

Stutt er að ferðast til hinna helstu náttúrperla á suðvesturlandi þar sem Húsafell, Langjökull, Þingvellir, Hvalfjörðurinn og Snæfellsnesið eru í nánasta umhverfi.

Mikið fuglalíf er í nágrenni Laxárbakka enda staðsett við eina Ramsarsvæðið okkar Íslendinga í Grunnafirði og er því tilvalið fyrir áhugafólk um fuglaskoðun að koma og njóta útiverunnar hjá okkur.

Frábærar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi t.d. upp á Akrafjall, fossinn Glym, Hafnarfjall, Skarðsheiði, Skessuhorn, Heiðarhorn, Síldarmannagötur auk fjölda margra annarra skemmtilegra leiða.

Um er að ræða flotta gistingu á góðum stað.

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 09 May 2014
Síðast uppfært: 14 Sep 2020
Stærð: 27 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur: 1 nætur
Aðgangur í lykla: Laxárbakki

Aðstaða

Rúm

  • 1x Samsett tvíbreitt rúm

Afbókunarskilmáli


Strangur

Ef afpöntun er gerð með meira en 30 dögum fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 80% endugreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Vöttur

13 bústaðir á Bungalo

Svipaðir bústaðir
1 Umsagnir

Björgvin Rúnar Leifsson
04 Jan 2019
Ágætis íbúð, hrein og góð staðsetning. Mætti vera sófaborð og betri aðstaða til að borða. Mjög slæmt að þessi síða sé alfarið á ensku.