Bóka þennan bústað

Verð frá: $244.16

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Sumarhúsið Kaldibakki er umvafið fallegum gróðri, ósnertri náttúru og Smjörhólsá.

Í Kaldabakka eru þrjú herbergi, í herbergi 1 er tvíbreitt rúm og koja og aðgangur að einkabaðherbergi með sturtu. Í herbergi 2 er tvíbreitt rúm og koja og aðgangur að einkabaðherbergi með sturtu. Í herbergi 3 er koja og rúm fyrir einn og aðgangur að einkabaðherbergi með sturtu. Í húsinu er rúmgóð stofa með aðstöðu til að borða, fallegur pallur með grilli. Ágætis eldhús er í húsinu með ísskáp, eldavél, kaffivél og öllum nauðsynlegum áhöldum. Húsið er nýtt og var byggt árið 2017.

Frábær staðsetning en eignin er í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Ásbyrgi og það tekur um það bil 1 klst og 45 mín að keyra frá Akureyri.

ATH : Rúmföt fylgja EKKI. Það eru 3 sængur í hverju herbergi og 3 koddar í hverju herbergi. Handklæði eru á staðnum. Internert aðgangur er ekki í boði en það er gott 4G samband á staðnum.

Það er aðgengi fyrir hjólastóla að öllum húsum.

Heimir Ingimarsson eigandi húsana dvelur á staðnum og tekur á móti gestum. Heimir hefur tekið á móti innlendum og erlendum gestum undanfarin 4 ár með góðum árangri.

Verð fyrir húsið er 30.000 kr fyrir nóttina.

- Laufskálar eru í eigu Heimis og fjölskyldu hans og hefur hann byggt sjálfur öll á svæðinu. Fjölskylda Heimis hóf að byggja brú yfir Smjörhólsá og fyrsta húsið var byggt 1976. Árið 1983 var byggð rafstöð við húsin sem hefur séð svæðinu fyrir rafmagni. Gilsbakki var byggður á árunum 1986-1988 og Sæbakki var byggður 1999-2005 og Kaldibakki 2007-2015. Skógrækt hófst 1982 og hafa þar verið settar 90 tegundir og hvæmum af trjám og runnum og allflestar tegundir hafa lifað. Áformað er að stækka rafstöðina um helming á þessu ári og næsta ári verði kominn heitur pottur við öll húsin.

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 16 Mar 2018
Síðast uppfært: 16 May 2019
Stærð: 44 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur: 2 nætur
Aðgangur í lykla: á staðnum

Aðstaða

Rúm

  • 1x Einbreitt rúm
  • 2x Tvíbreitt rúm
  • 3x Koja fyrir 3

Afbókunarskilmáli


Strangur

Ef afpöntun er gerð með meira en 30 dögum fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 80% endugreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Heimir

3 bústaðir á Bungalo