Bóka þennan bústað

Verð frá: $194.05

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Húsið er 155 fm á einni hæð með útsýni yfir Miklavatn. Gistipláss fyrir 12 manns. 5 svefnherbergi, 2 baðherbergi, gott eldhús, rúmgóð borðstofa og stofa. Heitur pottur, gasgrill, sjónvarp, DVD og frítt netsamband. Þvottavél og uppþvottavél á staðnum. Borðbúnaður fyrir 12 manns. Barnarúm fylgir. Allur aðbúnaður góður og mikið nýstandsett.
Húsið er hentugt fyrir stórfjölskylduna eða vinahópa. Hægt er að fá húsið þrifið gegn gjaldi að leigutíma loknum.
Húsið stendur í 500 metra fjarlægð frá Miklavatni í Fljótum og er hægt að kaupa ódýr veiðileyfi í vatnið á Brúnastöðum. Hægt er að fá lánaðan bát og tvo "sit on top" tveggja manna kajaka á Brúnastöðum. Mikið og fjölskrúðugt fuglalíf er við vatnið. Á Brúnastöðum er lítill húsdýragarður sem gaman er að skoða.
Í nágrenninu eru margar frábærar gönguleiðir og Fljótin eru einnig þekkt fyrir mikla og góða berjasprettu.
Yfir vetrartímann hentar húsið afar vel fyrir vélsleðahópa, göngu/fjallaskíðahópa og stutt er á skíðasvæðið við Siglufjörð.

Leiga á rúmfötum og handklæði er kr.2000- per persónu.
Og lokaÞrif á húsinu eftir dvöl kostar kr.17.000-.

Fjarlægðir í þjónustu og þéttbýlisstaði:
3 km í kjörbúð og bensínstöð á Ketilási.
9 km í sundlaug á Sólgörðum.
20 km til Siglufjarðar þar sem er að finna m.a. Skíðasvæði, Síldarminjasafnið, Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, vinnustofur listamanna, golfvöllur og sundlaug. Sjá nánar á www.fjallabyggd.is.
35 km til Ólafsfjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng. 40 km yfir Lágheiði.
42 km til Hofsóss.
80 km til Sauðárkróks
97 km til Akureyrar í gegnum Héðinsfjarðargöng.

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 06 Feb 2013
Síðast uppfært: 03 Jul 2020
Stærð: 160 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur: 1 nætur
Aðgangur í lykla: Contact owner for keys

Aðstaða

Rúm

  • 8x Einbreitt rúm
  • 1x Tvíbreitt rúm

Afbókunarskilmáli


Strangur

Ef afpöntun er gerð með meira en 30 dögum fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 80% endugreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Lambanes-Reykir

2 bústaðir á Bungalo

Svipaðir bústaðir

Brúnastaðir Cottage

570 Skagafjörður

(10 umsagnir)

Karlsá Lodge

621 Dalvík

(1 umsagnir)

8 Umsagnir

Nilo Pedrazzini
08 Aug 2019
My 6 friends and I stayed at the Lambanes-Reykir Guesthouse as one out of four houses on our tour through Iceland and we all agreed this was by far the best. It's very spacious, clean and nicely decorated too, but what makes it so special is the location, magical both at day and night, for its unbelievable peace and the wide view of the fjord. Location is a much better alternative to busier towns, firstly Akureyri but also the closer Siglurfjordur, which would have taken away much of the experience we got at Lambanes-Reykir Guesthouse, despite the maybe longer drive to reach various northern sights from there.
Highly recommend it!!!

Eydís Eva Ólafsdóttir
06 Apr 2018


Þorkell Guðmundsson
27 Sep 2017
Virkilega gott hús og frábær staður.

Hugi Thordarson
28 Jul 2016
Beautiful location, nice house, spacious, clean and very well equipped. When we arrived, the proprietors (nice folks) had already filled the hot tub for us, which was an extremely nice surprise after a long drive. Will definitely visit again.

Lilja Ákadóttir
14 Jul 2016


Felix Marinus Mrotzeck
01 Apr 2016
We had an awesome experience at this cottage. Very friendly landlords and a lot of space.

eejice
31 Mar 2016
My great family stayed there the four days before easter, three families all to gether. The house suited very well, well euquiped wireless net included which worked well. The hot tup was wonderful.

There are many things to do in the neighbourhood, we did lot of cross country and downhill skiing.Árni Arnar Sæmundsson
24 Jun 2014
Great place, great view, great everything.