Bóka þennan bústað

Verð frá: $441.06

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Nýr og glæsilegur skíðaskáli byggður sumarið 2013. Staðsettur á leiðinni upp í Hlíðarfjall 5 mínútur frá miðbæ Akureyrar og 5 mínútur frá lyftum skíðasvæðisins.

Í húsinu sem er rétt rúmlega 100m2 eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, stór stofa, glæsilegt eldhúsi, svæði fyrir heitan pott og að lokum skíðageymsla.

Svefnherbergin hafa öll amerísk rúm sem hægt er að ýta sundur og saman eftir þörfum. Í einu herbergjanna eru síðan kojur á veggjunum fyrir tvær manneskjur í viðbót. Í heild er því gott svefnpláss fyrir 8 manneskjur. Tilvalið fyrir fjölskyldur í fríi saman.

Stofan er rúmgóð og er eldhúsið hluti af henni. Eldhúsið er mjög vel búið með öllum nútíma þægindum þar með talið uppþvottavél. Góð aðstaða er fyrir 8 manns að borða saman auk þess að nokkrir til viðbótar geta setið við barbarðið.

Í húsinu eru tvö baðherbergi. Í öðru þeirra má finna sturtu og þaðan er hægt að fara beint í heita pottinn. Hitt baðherbergið hefur klósett og vaska auk þess sem þar eru þvottavél og þurkari. 4g Internet er í húsinu og geta gestir keypt sér inneign á það auðveldlega.

Glæsilegt útsýni yfir Akureyri er úr húsinu.

Aldurstakmörk
Lágmarksaldur fyrir leigjanda er 25 ára

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 20 Nov 2013
Síðast uppfært: 01 Feb 2023
Útritunartími: 11:00
Lágmarksnætur: 2 nætur
Aðgangur í lykla: Contact owner

Aðstaða

Rúm

  • 1x Tvíbreitt rúm
  • 1x Samsett tvíbreitt rúm
  • 2x Koja fyrir 2

Afbókunarskilmáli


Hóflegur

Ef afpöntun er gerð með meira en 14 dögum fyrir áætlaðan komudag þá fæst full 100% endurgreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Vestukantur

10 bústaðir á Bungalo

Svipaðir bústaðir

Hrimland Luxury Cottage #4

601 Akureyri / Hálönd

(8 umsagnir)

Hrimland Luxury Cottage #3

601 Akureyri / Hálönd

(1 umsagnir)

Hrimland Luxury Cottage #1

601 Akureyri / Hálönd

(24 umsagnir)

5 Umsagnir

Sandy Bartusek
06 Sep 2018


jeripalda
27 Jun 2014
great place. the apartment is huge and luxurily fournished. nice views. the only problem was that the wi-fi didn't work.

olierling
14 Apr 2014
Algjörlega frábært að vera í þessu fallega húsi á frábærum stað. Allt til alls og virkilega snyrtilegt hús. Ég þakka kærlega fyrir mig:)

atli11
22 Jan 2014
okkur fanst þetta alveg frábært eini gallinn var sá að það var ekkert net né 3g samband i húsinu

Nafnlaust
24 Nov 2012
Flottasta staðsetning í bænum. Brjálað út sýni og flott hús. Mætti ver fleiri áhöld í skápum.

Breyta Eyða