Bóka þennan bústað

Verð frá: $258.72

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

!!ALDURSTAKMARK ER 25 ÁRA!!
Orlofshúsið "Casa magna" er vel útbúið fyrir allt að 8 manns. Í því eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum (Quine size) og kommóðum, baðherbergi með sturtu og ágætu skápaplássi. Stofa er með góðum leðursófa, hægindastól, sjónvarpi, dvd spilara og hljómtækjum ásamt glæsilegum arni. Á svefnlofti eru tvö tvíbreið rúm (Quine size). Fyrir börnin er til staðar barnarúm (ferðarúm) og barnastóll. Skipt var um rúm í herbergjunum í lok árs 2019. Sængur og koddar eru til staðar. Góðir skápar eru þegar komið er inn í bústaðinn.
Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými sem gerir bústaðinn bjartan og þægilegan í umgengni. Stórir gluggar með einstöku útsýni yfir Eyjafjörð, og stór svalahurð er á norðurhlið húsins.
Á verönd er heitur pottur, stórt og gott gasgrill, sumarhúsgögn og lítill skúr þar sem upplagt er að geyma skíðabúnað eða golfgræjur.
Aðgengi:
Lagður hefur verið rampur frá bílastæði og upp á neðri pallinn og af honum og upp á efri pallinn þar sem gengið er inn. Aðgengi er því ágætt, en baðherbergið er ekki útbúið fyrir hjólastólanotendur. Engir þröskuldar eru í húsinu.

Í göngufæri er golfvöllurinn á Þverá, en dvalargestum býðst að spila þar frítt gegn framvísun korts sem þeir fá við komu í húsið. Veitingastaðurinn Kaffi Kú er ekki langt frá húsinu, þar má heimsækja kýrnar í fjósið, eða njóta útsýnissins yfir fjósið úr kaffihúsinu á meðan sötrað er heitt kakó og borðaðar ljúffengar vöflur með rjóma.

Orlofshúsið er rétt sunnan Akureyrar, í um 7 mín. akstursfjarlægð (ca 11 km).
Úr húsinu er glæsilegt útsýni til suðurs, vesturs og norðurs og sést meðal annars til Akureyrar, út Eyjafjörðinn og yfir að Kristnesi. Fjöllin Kerling, Súlur og Kaldbakur blasa við.
Á veturnar er upplagt að liggja í heita pottinum og slaka á, ef það er heiðskýrt eða léttskýað má njóta norðurljósa og sjá eitt og eitt stjörnuhrap.

Nánasta umhverfi:
Falleg gönguleið er meðal annars upp með Þverárgili, að Háuklöpp og að skógarreit við gilið. Berjaland er allt um kring og má tína þar bæði bláber og aðalber ásamt krækiberjum. Innan um trjágróðurinn má finna sveppi og er upplagt seinnipart sumars að tína sér sveppi með grillmatnum og hafa nýtínd ber með rjóma í eftirmat.
Í Eyjafirði eru þónokkuð margar kirkjur, má nefna Saurbæjarkirkju, Munkaþverárkirkju og Grundarkirkju, en þær koma fyrir í Íslendingasögunum. Í Hrafnagili er góð sundlaug og þar er Jólagarðurinn og Bakgarður Tante Grethe, sem gaman er að koma í hvenær árs sem er. Einnig eru hin ýmsu söfn í Eyjafirði sem vert er að heimsækja, má þar helst nefna Smámunasafnið, nýlegt lítið safn og kaffihús að Kristnesi sem segir sögu berklavarna. Þá eru ótalin fjölmörg söfn á Akureyri, þar á meðal Minjasafnið, Iðnaðarsafnið, Mótorhjólasafnið og Flugsafnið en að auki eru söfn um helstu skáldin til dæmis Nonnasafn og Davíðshús.
Inn á Akureyri er m.a. sundlaug Akureyrar, en þar er upplagt að fara í stærstu vatnsrennibraut landsins, sem sett var upp sumarið 2018.

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 28 Feb 2011
Síðast uppfært: 07 Aug 2022
Stærð: 83 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur: 4 nætur
Aðgangur í lykla: A key-box next to the door.

Aðstaða

Rúm

  • 4x Tvíbreitt rúm
  • 1x Barnarúm

Afbókunarskilmáli


Strangur

Ef afpöntun er gerð með meira en 30 dögum fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 80% endugreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Arctic Travel

1 bústaðir á Bungalo

Svipaðir bústaðir

Berlin

600 Akureyri

(5 umsagnir)

Vaðlahof summer House

601 Akureyri

(25 umsagnir)

Holiday home in Akureyri

600 Akureyri

(2 umsagnir)

24 Umsagnir

Rósa Soffía Haraldsdóttir
19 Apr 2021


Katrín Bessadóttir
22 Feb 2021
Great place for celebrating with friends

Paola bagni
19 Aug 2019
The cottage is really nice and the landscape is great.
The kitchen unfortunately is lacking many useful tool (no dish machine, poor selection of pans ....)
The pavement on the second floor was quite dirty.


Gregory Bar
17 Jul 2019
we had a very good time in this lovely cottage. I think maybe for 10 people it would be crowded but for our group(5) it was perfect. View is fantastic! Hope to come back one day!

Bernhard Schmidt
11 Jul 2019
Das Haus ist sensationell. Wir haben den Aufenthalt sehr genossen. Der Blick in den Sonnenuntergang direkt über dem Fjord ist unübertroffen gewesen.
Die Ausstattung ist hervorragend und luxuriös.
Wir hätten gerne verlängert, wenn es unsere Reiseplanung zugelassen hätte.
Absolut 5 Sterne.

Daniel J Sullivan
11 Sep 2018
Of the four houses we stayed in on our trip, casa magna was the best. It is very modern and has incredible views of the fjord from above southern Akureyri.

Deck was great, lots of sunlight in the house, and the hot tub was nice. The kitchen was well equipped and it had good WiFi.

Very clean too.Jonathan kelsall
26 Apr 2018
Amazing location, 10 minutes from Akureyri but out of the way enough for some spectacular Aurora watching. Great views directly North, up the Fjord. Beds great, kitchen OK. I would?ve given 5 stars if it had a dishwasher!

Arlene Struijk
31 May 2017
There were four of us staying at the house and it was just great, very well equipped for cooking or havig a bbq. The hot tub is really the cherry on the pie. Super clean, breathtaking view, cozy attmosphere. Also a nice outside-area and a good place for daytrips.

Matej Petrik
27 Dec 2016


scott duncan
02 Sep 2016
Very nice location and cottage. Would stay there again.

Marietjie Koekemoer/Swanepoel
21 Jun 2016
A 10 out of 10 stay. In all aspects

carpetti
11 Jul 2015
Great view, a few things should be renovated (shower) and others should be replaced (pillows and blankets).
Never the less we enjoyed our stay a lot.


Soffía Emelía Bragadóttir
05 May 2015
Þessi bústaður stóð engan vegin undir væntingum. Í auglýsingunni er sagt að allt að 12 manns geti sofið þarna en þá þurfa 8 að sofa á lélegum dýnum upp á svefnlofti sem er ekki fyrir hvern sem er að príla upp á . Tvö rúm eru í húsinu annað 120 og var það þokkalegt en hitt sem var 160 var mjög þreytt og enduðu þær sem þar sváfu alltaf kramdar saman í miðju rúmsins. Í auglýsingunni var sagt að það væri svefnsófi en það var ekki en ágætis sófi var í bústaðnum og svaf ein í honum. Það jákvæða við bústaðinn er að hann er á fallegum stað með mikið útsýni en við munum aldrei leigja hann aftur.

Svar frá Arctic Travel ehf
Við þökkum fyrir þessar ábendingar en viljum um leið leiðrétta það sem rangt er með farið.
Tvö svefnherbergi eru í húsinu, í þeim eru tvíbreið rúm og eru bæði 160cm á breidd. Hvort annað þeirra sé farið að gefa eftir í miðjunni sé rétt má vera, en við höfðum enga vitneskju um það.
Svefnsófi er uppi á svefnloftinu, fínn fyrir 2 að sofa í. Ekki er ætlast til þess að gestir sofi í sófa í stofu. Allt í allt eru þá svefnpláss fyrir 6 í rúmum + einu barnarimlarúmi. Dýnur á svefnlofti gætu verið betri, aðallega er það útlitið sem setja má fyrir sig. Þá komum við að því að umgengni gesta mætti vera betri, t.d. ekki nota dýnurnar sem sólbedda á veröndinni.
Með kveðju,
Draumagisting - Casa magna
Anna Hilda Guðbjörnsdóttir
26 Feb 2015
Frábær bústaður og æðisleg staðsetning. Allt til alls. Frábær kraftmikil sturta sem virðist vera mjög sjaldgæft í sumarbústöðum. Það eina sem við getum sett út á var gólfkuldi í öðru herberginu, það var ekki eðlilega kalt. Mæli þó heilshugar með þessum bústað.

Nafnlaust
17 May 2014
We spent a very comfortable night here. The living area is spacious and relaxing. There is a beautiful view of Akureyri at night, looking down the fjord.

Dickie1962
06 May 2014
We, a partly of five, had a lovely stay in this cabin. Very open plan it has a large airy feel to it and had more than enough space for us. The views are great and the hot tub perfect for soaking in after a day spent skiing or walking.

Aðalheiður Árnadóttir
06 May 2014
Flottur bústaður með glæsilegu útsýni. Rúmgóður fyrir tvær fjölskyldur og skemmtilegt að hafa golfvöllinn í nágrenninu.
Mínusar: Vantaði læsingu fyrir baðherbergið, og hitastillirinn í sturtunni var erfiður. Hefðum kosið að hafa uppþvottavél og þvottavél :)

Helen Roper
04 Jan 2014
We had a wonderful Christmas Break and would thoroughly recommend the property to anyone.

glen
13 Nov 2013
We had a really relaxing stay in the beautifull bungalow, it was warm & spacious & well equipt. We even made use of the hot tub even though it was -6 degrees outside with deep snow. It is situated just far enough from the main town of akeyrie. Would definateley stay there again, the next time we are in Iceland.

Valdimar Andersen Arnþórsson
02 Jan 2013
Mjög fallegt hús og glæsilegur arinn og arinn veggur gefur húsinu einstakt yfirbragð. Það eru hins vegar nokkur viðhaldsverkefni sem þarf að framkvæma. Það blæs mikið inn um opnanlegt fag í svefnherbergi (sömu megin og baðherbegi). Talsvert brak í gólfi, sérstaklega fyrir framan baðherbergi. Hægindastóll farinn að gefa sig á samskeitum. Útvarpstæki nær ekki rás 1 eða rás 2. Afar bagalegt, en tókst að leysa það með Ipod sem var meðferðis og tengdur við tækið.

Heidi Riegel
15 Oct 2012
Perfect Place for some impressing trips around.
Beautiful Cottage and very helpful and charming owner.
We would come again...Tip: wonderful hotpot :-D

vperchaud
19 Aug 2012
This is a wondeful place, we particularly appreciated the hot tub and the barbecue.

bellarta
26 Jun 2012
the house is very nice and confortable. it's situated in a quiet place, close to Akureiry (10 min by car)and you can enjoy of a beatiful view on the fjord. it's the perfect place for a quiet and relaxing holiday.

lunkaa
12 Dec 2011
Amazing place very close to Akureyri. 100% worth to stay in. I would give it even more then 3 stars :)