Lýsing
!!ALDURSTAKMARK ER 25 ÁRA!!
Orlofshúsið "Casa magna" er vel útbúið fyrir allt að 8 manns. Í því eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum (Quine size) og kommóðum, baðherbergi með sturtu og ágætu skápaplássi. Stofa er með góðum leðursófa, hægindastól, sjónvarpi, dvd spilara og hljómtækjum ásamt glæsilegum arni. Á svefnlofti eru tvö tvíbreið rúm (Quine size). Fyrir börnin er til staðar barnarúm (ferðarúm) og barnastóll. Skipt var um rúm í herbergjunum í lok árs 2019. Sængur og koddar eru til staðar. Góðir skápar eru þegar komið er inn í bústaðinn.
Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými sem gerir bústaðinn bjartan og þægilegan í umgengni. Stórir gluggar með einstöku útsýni yfir Eyjafjörð, og stór svalahurð er á norðurhlið húsins.
Á verönd er heitur pottur, stórt og gott gasgrill, sumarhúsgögn og lítill skúr þar sem upplagt er að geyma skíðabúnað eða golfgræjur.
Aðgengi:
Lagður hefur verið rampur frá bílastæði og upp á neðri pallinn og af honum og upp á efri pallinn þar sem gengið er inn. Aðgengi er því ágætt, en baðherbergið er ekki útbúið fyrir hjólastólanotendur. Engir þröskuldar eru í húsinu.
Í göngufæri er golfvöllurinn á Þverá, en dvalargestum býðst að spila þar frítt gegn framvísun korts sem þeir fá við komu í húsið. Veitingastaðurinn Kaffi Kú er ekki langt frá húsinu, þar má heimsækja kýrnar í fjósið, eða njóta útsýnissins yfir fjósið úr kaffihúsinu á meðan sötrað er heitt kakó og borðaðar ljúffengar vöflur með rjóma.
Orlofshúsið er rétt sunnan Akureyrar, í um 7 mín. akstursfjarlægð (ca 11 km).
Úr húsinu er glæsilegt útsýni til suðurs, vesturs og norðurs og sést meðal annars til Akureyrar, út Eyjafjörðinn og yfir að Kristnesi. Fjöllin Kerling, Súlur og Kaldbakur blasa við.
Á veturnar er upplagt að liggja í heita pottinum og slaka á, ef það er heiðskýrt eða léttskýað má njóta norðurljósa og sjá eitt og eitt stjörnuhrap.
Nánasta umhverfi:
Falleg gönguleið er meðal annars upp með Þverárgili, að Háuklöpp og að skógarreit við gilið. Berjaland er allt um kring og má tína þar bæði bláber og aðalber ásamt krækiberjum. Innan um trjágróðurinn má finna sveppi og er upplagt seinnipart sumars að tína sér sveppi með grillmatnum og hafa nýtínd ber með rjóma í eftirmat.
Í Eyjafirði eru þónokkuð margar kirkjur, má nefna Saurbæjarkirkju, Munkaþverárkirkju og Grundarkirkju, en þær koma fyrir í Íslendingasögunum. Í Hrafnagili er góð sundlaug og þar er Jólagarðurinn og Bakgarður Tante Grethe, sem gaman er að koma í hvenær árs sem er. Einnig eru hin ýmsu söfn í Eyjafirði sem vert er að heimsækja, má þar helst nefna Smámunasafnið, nýlegt lítið safn og kaffihús að Kristnesi sem segir sögu berklavarna. Þá eru ótalin fjölmörg söfn á Akureyri, þar á meðal Minjasafnið, Iðnaðarsafnið, Mótorhjólasafnið og Flugsafnið en að auki eru söfn um helstu skáldin til dæmis Nonnasafn og Davíðshús.
Inn á Akureyri er m.a. sundlaug Akureyrar, en þar er upplagt að fara í stærstu vatnsrennibraut landsins, sem sett var upp sumarið 2018.
Gott að vita
Komutími: 16:00
Skráð: 28 Feb 2011
Síðast uppfært: 21 Apr 2021
Stærð: 83 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur:
2 nætur
Aðgangur í lykla: A key-box next to the door.