Bóka þennan bústað

Verð frá: $87.01

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Nýuppgerð studio íbúð, í risinu í stóru húsi á Frostastöðum í Blönduhlíð, Skagafirði.
Í íbúðinni er lítið eldhús með öllu sem tilheyrir eldamennsku og borð og stólar fyrir 4.
Það er rúmgott baðherbergi með góðri sturtu og rúmið er nýtt og gott. Einnig er hægt að breyta sófanum í svefnpláss fyrir þriðja gest eða börn.
Það er dásamlegt útsýni úr íbúðinni og hér þykir fólki gott að vera. Flestir gestirnir okkar tala um að þau hefðu óskað þess að geta verið lengur. Hér er friður og ró og gott næði til að slaka á. Það er wifi í íbúðinni og mikið af bókum.

Á Frostastöðum er búið með kindur og nokkur hross auk þess sem leigð hafa verið út nokkur herbergi og nú íbúðir síðustu ár. Það er velkomið að labba hér um allt og það eru frábærar gönguleiðir allt í kring, hægt er að labba bæði uppí fjall og niður að vötnum.
Skagafjörður er skemmtilegur áfangastaður ef maður veit hvert maður á að fara og við getum hjálpað ykkur að finna ykkur eitthvað að gera ef þið óskið eftir því.

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 12 Jul 2019
Síðast uppfært: 02 Jul 2020
Stærð: 50 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur:
 2 nætur (sumar)
 1 nætur (vetur)
Aðgangur í lykla: Á staðnum.

Aðstaða

Rúm

  • 1x Tvíbreitt rúm
  • 1x Barnarúm

Afbókunarskilmáli


Sveigjanlegur

Ef afpöntun er gerð með meira en 72 klst (3 dögum) fyrir áætlaðan komudag, þá fæst 100% endugreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Sara

2 bústaðir á Bungalo

Svipaðir bústaðir


Litla-Grund Cottage

560 Akrahreppur

(21 umsagnir)

Keldudalur 3

551 Skagafjörður

(1 umsagnir)