Askot 5

Skagafjörður, North, Iceland

2 Svefnherbergi / Svefnpláss 6 (1 umsagnir)

Bóka þennan bústað

Verð frá: $99.71

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Lítill sumarbústaður í mjög fallegu skjólsælu og barnvænu umhverfi en án alls lúksus:)

Staðsettur í mynni Hjaltadals, 9,6km frá Hólum þar sem næsta sundlaug er staðsett, 16,5km frá Hofsósi, 25km í Sauðárkrók, 36,6km í Varmahlíð, 76km í Siglufjörð, 121 km til Akureyrar og 317 km frá Reykjavík.

Bústaðurinn er 35m2, eitt alrými þar sem er borð og 6 stólar og lítið eldhúshorn, útbúið kaffivél, vask með vatni og smá hitakút til að geta haft volgt vatn fyrir uppvask. Lítill ofn með tveim hellum ofan á. Svo er gasgrill á pallinum.
Tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi sem er aðeins styttra en hefðbundin lengd eða 195cm, hitt með litlum kojum. Í alrýminu/stofunni er svefnsófi sem getur nýst fyrir tvo. Í bústaðnum eru 8 sængur og koddar. 6 sængur eru niðri til taks og 2 auka sængur á geymsluloftinu uppi til hægri. Uppi á lofti er geymsluloft til hægri sem ekki er mannhelt en til vinstri er lítið svefnloft sem er að mestu nýtt sem leikloft fyrir börn.
Á staðnum er nóg af sængurverum, lökum og handklæðum. Gestir þurfa að búa um sjálfir og að lokinni dvöl að taka öll óhrein sængurföt, handklæði og tuskur og setja inn í eitt sængurver, hnýta fyrir og henda upp á geymsluloftið. Bústaðurinn hentar best fyrir fjóra gesti, en ef allir eru mjög nánir vinir geta 6 sofið með notkun á svefnsófanum.

Í bústaðnum er rafmagn, rafmagnsofnar, baðherbergi með klósetti og vask. En athugið að það er ekki sturta eða heitur pottur, sjónvarp eða internet.

Umhverfið er geysi fallegt, rólegt og skjólsælt. Það er pallur á tvo kanta og þar útiborð, stólar og bekkur og gasgrill.
Margt er um að vera fyrir börn á lóðinni umhverfis og lítill leikvöllur, fótboltavöllur í næsta nágrenni (einnig eru smá leiktæi og eitt fótboltamark á sjálfri lóðinni). Gestum er velkomið að nýta sér allt sem er til staðar innan sem utan veggja, svo sem bolta og kubb, spil eða annað. Það er einnig velkomið að tjalda á lóðinni umhverfis fyrir þá sem ekki komast fyrir inni í bústaðnum.

Við búum sem stendur í Noregi. Frændi okkar er bóndi á nálægum sveitabæ og ef einhver vandamál eða spurningar koma upp þá vinsamlegast hafið beint samband við mig og ef þörf er á hjálp á staðnum þá reyni ég að fá frænda til að bjarga því.

Ekki er hægt að kaupa neina auka þjónustu við leigu á bústaðnum. Því þurfa gestir að sjá um þrif, taka af öllum rúmum, taka með sér allt rusl og skila lyklinum í þar til gert lyklabox við brottför.

Vinsamlegast kynnið ykkur staðsetningu bústaðarins áður en lagt er í hann, sjá tengla hér fyrir neðan á kort. Hægt er að keyra hefðbundinn fólksbíl 5 metra frá bústaðnum. Síðustu nokkur hundruð metrarnir eru vegaslóði.
Enginn skipulagður mokstur er á þessum vegi á veturna.

Vonandi mun fara vel um ykkur og þið njóta kyrrðarinnar.

Bestu kveðjur,
Þóroddur Ingvarsson
sími: 0047-45670102

Tengill á kort á ja.is
https://ja.is/kort/?type=map&x=487613&y=586900&z=9&page=1&q=neðra%20ási%202&d=hopun%3Ah10067856

Tengill á google maps
https://www.google.is/maps/place/65°46'44.9%22N+19°16'13.3%22W/@65.779148,-19.272563,448m/data=!3m2!1e3!4b1!4m5!3m4!1s0x0:0x0!8m2!3d65.779148!4d-19.270369

Gott að vita

Komutími: 15:00
Skráð: 17 Jan 2017
Síðast uppfært: 21 Apr 2018
Stærð: 35 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur: 2 nætur
Aðgangur í lykla: On site

Aðstaða
Verð per nótt

Virkir dagar Helgar Vika Mánuð
Vetur $99.71 $99.71 $398.84 $1,196.53
Sumar $119.65 $149.57 $747.83 $1,994.22

Aðrar þjónustur

Þrif Ekki í boði
Rúmföt og handklæði Innifalið í verði
Morgunmatur Ekki í boði
Eigandi
??roddur

1 bústaðir á Bungalo

Svipaðir bústaðir

Keldudalur 3

551 Skagafjörður

(1 umsagnir)

Keldudalur 1

550 Skagafjörður

(7 umsagnir)

1 Umsagnir

dagmara burnus-szymczyk
21 Aug 2017