Bóka þennan bústað

Verð frá: $189.16

Veldu komutíma og brottför
til að halda áfram.

Lýsing

Álfasteinn er nýbyggður bústaður sem stendur til móts við Kirkjufell, mest myndaða fjall Íslands. Álfasteinn er 83 fm auk svefnlofts.
Í Álfasteini eru tvö svefnherbergi og eru tvíbreið rúm í þeim báðum. Síðan er stórt loft þar sem eru tvö einbreið rúm. Öll rúmin eru með hágæða dýnum og auðvitað fylgja með uppábúnar sængur. Niðri í stofunni er síðan svefnsófi fyrir tvo.
Allir gluggar eru með myrkvunargardínum.
Baðherbergið er með sturtu en allir gestir frá hágæða handklæði og svo er hárblásari á staðnum.
Húsið tekur 6 manns í gistingu.
Í stofunni er svo sjónvarp með internet tengingu og nást nokkrar stöðvar. Hlustað er á útvarp í gegnum sjónvarpið. Einnig er á staðnum bluetooth hátalari. Mjög gott netsamband er.
Það er stækkanlegt eldhúsborð og fer vel um gesti. Það er opið rými til elhússins sem auðveldar alla framreiðslu. Í eldhúsinu er stór er íssápur, uppþvottavél, eldavél, bakaraofn, örbylgjuofn, kaffivél fyrir hefðbundna uppáhellingu, ketill, ristavél, handþeytari, diskar, glös, pottar og pönnur og margt fleira.
Vinsamlegast látið vita ef þið þurfið barnarúm (ferðarúm) og barna matstól, sem er innifalið í verðinu.
Á baðherberginu er þvottavél og þurrkari þannig að gestir geta farið heima með allt nýþvegið.
Aukakoddar og kósý teppi eru til staðar.
Á pallinum er gasgrill og útihúsgögn .
Álfasteinn er á einkalandi og er algjört næði . Gott svæði er í kringum bústaðinn þar sem hægt er að fara í alls kyns leiki. Vaðall er fyrir neðan húsið þar sem hægt er að fylgjast með fuglalífinu. Fjöll eru allt í kring.
Hér er tilvalið að dvelja meðan Snæfellsnesið er skoðað. Það tekur innan við hálftíma að keyra að Snæfellsjökli. Mikið af náttúruperlum eru á Snæfellsnesi og má þar nefna Kirkjufell, Kirkjufellsfoss, Djúpalónssandur, Hellnar, Arnarstapi, Saxhóll, Lóndrangar, Rauðafeldsgjá og Vatnshellirinn. Tveggja tíma akstur til Reykjavíkur og 4 km niður í Grundarfjörð. Í Grundarfirði eru fínir veitingarstaðir og má nefna Bjargarseinn Mathús sem allir ættu að snæða á. Hér eru nokkur afþreyingarfyrirtæki sem bjóða uppá hvalveiðar, kayjakferðir og svo ferðir uppá Snæfellsjökul.
Tekið skal fram að ekki er heimilt að tjalda/tjaldvagnar/fellihýsi/hjólhýsi á svæðinu. Þó er hægt að hafa samband við eigendur.
Þetta er reyklaus staður.
Gæludýr eru leyfð eingöngu í samráði við eigendur.
Það er stranglega bannað að halda partí í Álfasteini.Leigutími er að jafnaði frá kl 16.00 á komudegi til kl 12.00 á brottfarardegi. Gestir eru vinsamlegast bent á að þeim ber að þrífa bústaðinn í lok dvalar. Sjá skilmála varðandi þrif, á bungalo.is. Þótt greitt sé fyrir brottfararþrif gildir sú regla að leigutaki fjarlægir alla matarafganga, hendir öllu rusli úr húsinu og skilur við öll eldunar- og mataráhöld hrein og tilbúin til noktunar fyrir næsta leigutaka. Á þetta einnig við um útigrill.

Gott að vita

Komutími: 16:00
Skráð: 16 Feb 2019
Síðast uppfært: 12 Jun 2021
Stærð: 83 m2
Útritunartími: 12:00
Lágmarksnætur: 2 nætur
Aðgangur í lykla: keybox

Aðstaða

Rúm

  • 2x Einbreitt rúm
  • 2x Tvíbreitt rúm
  • 1x Barnarúm (2 - 12 ára)
  • 1x Svefnsófi fyrir 2

Afbókunarskilmáli


Hóflegur

Ef afpöntun er gerð með meira en 14 dögum fyrir áætlaðan komudag þá fæst full 100% endurgreiðsla af heildarverði.
Eigandi
Anna og Óli

1 bústaðir á Bungalo

8 Umsagnir

Kerstin Guthardt
11 Jun 2021
Perfect spacious house in wonderful and quiet location.
Spotless clean with everything - and even more - you need.
Nice contact with the hosts, info-sheets provided.
We would love to come back.
Thank you very much !


Sigurjón Sveinsson
10 Sep 2020
Snilldar staður, bústaðurinn er frábær í alla staði.

David Cahill
19 Aug 2020
Álfasteinn is great. Traditional design meets modern construction to provide an attractive, light, and comfortable vacation retreat. Our kids loved the toys and drawing paper that had been thoughtfully left behind. The private location on the ocean surrounded by grazing fields was great as well.

Monique Meijs
14 Aug 2020
This is a great place to be, in the house you can find all you need. We really liked it there. Als it's a good place todo day trips. We did enjoy our stay there.

Rory Rankin
17 Dec 2019
Really nice house and amazing location! In a perfect location for the Snæfellsjökull National Park and other points of interest that were on our bucket list. Very well-kept and clean house with a lovely open plan living / kitchen / dining area and view of Kirkjufell and the sea out the front windows. Also had a very cool mezzanine bedroom.

Host was very accommodating and provided good directions and local recommendations.

Alexandr Maslennikov
11 Sep 2019


Heather Daly
05 Sep 2019
This is one of the most amazing places I have ever stayed. It was so peaceful. Will definitely be back!

Delphine Nouvian
21 Aug 2019
A brand new, cosy and very well equiped cottage. We had a great Time staying there visiting the coast.