fbpx

Stærsti hellir landsins

Hallmundarhraun, stærsta hraun Borgarfjarðar, rann úr norðvesturhlíðum  Langjökuls í kringum árið 900. Hallmundarhraun nær yfir 242 km2 og inniheldur það marga af Íslands stærstu og lengstu hellum. Hluti hraunsins liggur í landi Fljótstungu og þar á meðal Víðgelmir. Hann er stærstur allra hella á Íslandi og einn rúmmesti hraunhellir í heimi. Í hellinum eru magnaðar ísmyndanir og þegar innar dregur mikið af fallegum dropsteinum. Mesti hellarannsóknar- og fræðimaður Íslands, Björn Hróarson, skrifar í bók sinni ‘Íslenskir Hellar’ að Víðgelmir sé af sérfræðingum talinn vera einn allra merkilegasti hellir heimi.

Hellirinn er friðaður og því læstur almenningi en notendur Búngaló eiga þó möguleika á að fá leiðsögn um hann þegar þeir leigja sér bústaði í Fljótstungunni. Fljótstungufólk býður upp á skoðanferðir í hann. Ferðirnar ná frá 1 til 3,5 klukkustundar eftir því hvað hentar hópnum. Bóka þarf ferðirnar hjá eigendum bústaðanna með góðum fyrirvara.

Stutt hellaferð (1 klst.): 2.000 ISK pr. mann lagmarksverð fyrir ferð kr.8.000-.
Löng hellaferð (3,5 klst.): 4.500 ISK pr. mann lagmarksverð fyrir ferð kr.13.500-.

Einstakt tækifæri til að skoða einn af fallegustu og merkustu hellum landsins.

Eftirfarandi bústaðir eru í fljótstungu og þegar dvalið er í þeim er hægt að bóka skoðunarferðir í hellirinn:

Hraun

Fallegur bústaður í kyrrðinni í Hvítársíðu. Bústaðurinn skiptist í tvö herbergi annað með tvöföldu rúmi en hitt með koju og því tilvalið fyrir 4 manna fjölskyldu en svo má líka bæta við tveimur beddum meira..

Heygarður

Heygarður er lítill og hlýr bústaður með besta útsýnið í Fljótstungu. Þegar horft er út um stofugluggann þá getur maður séð til Hafnarfjallsins við Borgarnes. Í bústaðnum er lítið svefnherbergi með koju meira..

Facebook Comments