fbpx

Sjö góðar leiðir til að losna við geitunga

Á hverju ári mætir geitungurinn til landsins flestum íbúum til ama. Búngaló er annt um að öllum líði vel í umhverfi sínu og því ákváðum við að telja upp nokkrar leiðir sem hægt er að nýta sér til þess að minnka þessa truflun geitunga á líf bæjarbúa.

  1. Hlaupa á þá með badmintonspaða, þeir festast þar á milli og þetta er einstaklega góð hreyfing í leiðinni
  2. Skjóta á þá með teygju, góð leið til að æfa sig fyrir skotveiðitímabilið
  3. Selbit, það er djarft og saga til næsta bæjar að drepa geitung með selbiti
  4. Drepa hana út leiðindum, það eru ekki margir sem nenna að leggja það á sig ef einhverjum tekst það þá má hinn sami láta okkur vita
  5. Skjóta á hann með leikfangabyssu, það eru sumir sem fullyrða að þeir geta það, við trúum því en viljum endilega sjá það á myndbandi… átt þú svoleiðis?
  6. Fjarlægja geitungabúið með því að setja tvær hendur inn í glæran plastpoka og setja yfir búið, vera svo fljótur að loka fyrir. Skella pokanum svo inn í frysti og geyma þar til þú vilt hrekja einhver í burtu, geitungarnir nefnilega lifna við þegar þeir afþiðna!!!
  7. Flytja á Norðurpólinn yfir sumartímann og koma aftur í vetur

Búngaló vill endilega heyra fleiri uppástungur ef fólk er með þær og það er um að gera að senda okkur póst á info@bungalo.is og við dreifum skilaboðunum um hvernig á að losna við geitunga.

Facebook Comments

2 Comments

  1. Dulbúast sem geitungur, þá halda þeir að þú sért einn af þeim og láta þig í friði.

Comments are closed.