fbpx

Orlofshúsakerfi fyrir starfsmannafélög

Mörg starfsmannafélög bjóða starfsmönnum sínum upp á aðgengi að sumarbústöðum á niðurgreiddu verði. Þetta skapar aukin verðmæti fyrir starfsmenn þessara félaga en getur þó verið mjög dýrt og tímafrekt að bjóða upp á slíka þjónustu.

Hvort sem félögin eiga sína eigin bústaði eða leigja þá fylgir þessu mikil vinna og tími. Í flestum tilfellum þarf starfsmannafélagið að finna bústaði sem henta, ganga frá leigusamningum, taka við bókunum, halda utan um bókanir og greiðslur, taka við kvörtunum, vera í samskiptum við bústaðareigendur og svo mætti lengi telja. Hjá stærri starfsmannafélögum fer oft hálft starfsgildi eða meira í það eitt að sjá um slík mál.

Minni starfsmannafélög hafa í flestum tilfellum ekki tækifæri til að bjóða upp á slíka þjónustu vegna þeirrar miklu vinnu og kostnaðar sem því fylgir.

 

Orlofshúsakerfi Búngaló

Búngaló hefur nú sérhannað orlofshúsakerfi fyrir starfsmannafélög. Kerfið er gert til að veita öllum starfsmannafélögum, stórum sem smáum, tækifæri til að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðgengi að sumarbústöðum á auðveldan og hagstæðan hátt.

Þjónustan sem Búngaló býður upp á felur í sér að starfsmannafélög geta boðið meðlimum sínum að leigja alla þá bústaði sem eru í bókunarkerfi Búngaló og á sama tíma haft góða yfirsýn yfir allar pantanir. Þetta gefur starfsmönnum færi á að velja úr miklu úrvali bústaða um allt land og starfsmannafélögin munu áfram geta niðurgreitt bústaðina eins og oft tíðkast.

Kostir fyrir starfsmannafélögið:

 • Lítið sem ekkert utanumhald
 • Búngaló sér um allar bókanir
 • Engin afskipti af útleigunni
 • Töluverður sparnaður

Kostir fyrir starfsmenn:

 • Meira úrval bústaða
 • Nóg af lausum tímabilum allt árið um kring.
 • Auðvelt og þægilegt bókunarkerfi.
 • Möguleiki á endurgreiðslu frá stéttarfélögum.

 

Hvernig virkar kerfið?

Hvert starfsmannafélag fyrir sig ákveður hvers konar niðurgreiðslu það vill bjóða starfsmönnum sínum. Þetta getur verið föst upphæð á ári eða hlutfall af leiguverði bústaðarins. Gott er að senda út nákvæmar upplýsingar um þetta á starfsmenn félagsins.


1. Bókun:
Þegar starfsmenn bóka sér bústað í gegnum Búngaló vefsíðuna tilgreina þeir í bókunarferlinu að þeir tilheyri tilteknu starfsmannafélagi og ljúka svo við pöntun.

 

 


2. Umsjón:
Afrit af bókuninni fer þá beint inn í umsjónarkerfi starfsmannafélagsins þar sem félagið getur verið með nákvæmt og gott yfirlit yfir pantanir meðlima sinna.

 


3. Endurgreiðsla:
Forsvarsmenn starfsmannafélagsins fara svo í gegnum þessar bókanir með reglulegu millibili og endurgreiða starfsmönnum félagsins þá upphæð sem þeir hyggjast niðurgreiða bústaðina um.

 

 

Verðskrá

Eftirfarandi er kostnaður starfsmannafélaga af því að nota orlofshúsakerfi Búngaló.

Fjöldi starfsmanna Verð pr. Mánuð (án vsk.)
5 – 20 Kr.2.990-
21 – 50 Kr.5.990-
51 – 100 Kr.9.990-
101 – 250 Kr.15.990-
251 – 500 Kr.20.990-
501+ Kr.25.990-

 

Viltu prófa?

Sendu okkur tölvupóst á info@bungalo.is með eftirfarandi upplýsingum um þitt fyrirtæki og við skráum ykkur í kerfið.

 • Nafn starfsmannafélags
 • Kennitala
 • Fjöldi meðlima í félaginu
 • Tengiliður (nafn/sími/netfang)

 

Facebook Comments

2 Comments

 1. Hæ.

  Gwyn heiti ég, og mér langar panta sumarbustada. My starfmanafelagið is SRB and im working in ingnnarskoli.
  Is there possiblity to have discount if I will get sumarbustad just for 4 days? Pls. let me know..thank you so much..

 2. Hi Gwyn, SRB does not have an account with us. Some starfsmannafélög offer there members discounts if their members hand in the receipt for the summerhouse. I think it would be best for you to talk with SRB.

Comments are closed.