fbpx

Íbúðir í skammtímaleigu

Búngaló er nú að skoða möguleika með að bjóða einnig upp á íbúðir í skammtímaleigu þar sem við höfum fengið margar fyrirspurnir um slíkt bæði frá íbúðareigendum og einnig notendum sem eru að leita sér að íbúðum í skemmri tíma.

Til að byrja með munum við einungis taka inn nokkrar íbúðir til að sjá hvernig viðbrögðin verða og hvernig þetta gengur. Ef allt gengur vel munum við opna fyrir þetta að meira leiti og jafnframt bæta við á vefsíðuna leiðum til að aðskilja íbúðirnar frá sumarhúsunum svo þeir sem eru að leita að sumarhúsi þurfi ekki að fara í gegnum íbúðirnar og öfugt.

Nú þegar eru komnar nokkrar íbúðir á skrá eins og t.d. þessar hér:

 

 

Við hefðum mjög gaman af því að heyra skoðanir ykkar á þessari nýjung hjá okkur. Er þetta eitthvað sem þið gætuð hugsað ykkur að nota, t.d. til að leigja út íbúð ykkar þegar þið sjálf farið til útlanda eða til að leigja ykkur íbúð þegar þið ferðist um landið?

 

Facebook Comments

2 Comments

 1. Sælir

  Ég er eignadi af nátthaga 15 sem er búinn að vera á síðunni ykkar frá því hún var stofnuð og gengið ágætlega að leigja hana íslendingum fram að þessu. ´Minn markhópur er útlendingar sem ég tek í gegnum heimasíðuna hjá mér oldviking.is of fillt inn í með íslendingum þegar ég hef átt laust.
  Hvað varðar þessar hugmyndir að vera með íbúðir þá veit ég af minni reynslu að þetta er ferðamáti sem útlendingar og íslendingar hafa verið að nota meira og meira með árunum og núna í sumar er ég nánast fullbókaður bæði af íslendingum og útlendingum. Ég er með 9 íbúðir á síðunni minni og hef ekki undan að hafna fólki sem hefur áhuga á að vera hjá mér en kerfið sem eg er með og mun nota næstu árin henta ekki í neinn fjölda af íbúðum en ég get á mjög stuttum tíma allavega komið 20 eignum inn á síðuna hja ykkur. Þetta er allt spurning hvað þetta kostar og eða hvernig þið sjáið fyrir ykkur að rukka fyrir þjónustuna. Þetta er viðbót sem ég veit að er að vaxa og tala ég af reynslu af minni síðu og ég veit að það væri mikil bót fyrir þá sem eru að ferðast um landið að geta leigt íbúð á svipuðu verði og hótel nema mikið rímra fyrir utan hvað þetta er mikið búbót fyrir þá sem eru ekki að nota íbúðirnar sínar á eitthverjum tímapunkti. Ég persónulega hef leigt fólki sem hefur fundið húsið mitt sem er á síðunni ykkar hús og íbúðir sem hafa verið lausar þegar sumarhúsið hefur ekki verið laust svo vikum skiptir.
  Allavega gangi ykkur vel og ég vona að þið takið þetta skref.
  kv
  Pálmi
  oldviking.is

 2. Góðan dag. ég er með ibúð sem ég gæti hugsað mér að leigja út i skammtimaleigu ,þá er allt til alls i ibúðinni.Gaman að sjá hvernig þetta þróast. Kv. Jóna.

Comments are closed.