fbpx

Flugeldasýning á Jökulsárlóni

Næstkomandi laugardskvöld, 27. ágúst, klukkan 23:00 verður haldin flugeldasýningin á Jökulsárlóni. Sýningin er árlegur viðburður og er þetta í tólfta sinn sem sýningin er haldin. Fjöldi áhorfenda hefur farið stigvaxandi með ári hverju og í fyrra komu 1300 manns til að njóta sýningarinnar.

Uppruna flugeldasýningarinnar má rekja til uppskeruhátíðar starfsfólks við Jökulsárlón, og smám saman vatt hún upp á sig. Undirbúningur fyrir sýninguna hefst fyrr um daginn þegar menn á gúmmíbáti fara um lónið og raða 150 friðarkertum á ísjaka. Um kvöldið er kveikt á kertunum og síðan skotið upp flugeldum á nokkrum stöðum á lóninu. Upplýstir ísjakarnir eru baðaðir í litum og birtu frá stórkostlegri flugeldasýningu í magnaðri umgjörð náttúrunnar sem skapar einstaka upplifun fyrir áhorfendur.

Ferðaþjónustan Jökulsárlóni og Björgunarfélag Hornafjarðar standa að sýningunni í samstarfi við Ríki Vatnajökuls. Aðgangseyrir er 1000 krónur og frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur til Björgunarfélags Hornafjarðar.

Flugeldasýningin á Facebook.

Facebook Comments

1 Comment

  1. Aðgangseyrir…. Bíddu verður settur einhver hjúpur yfir lónið, þannig að þeir sem leggja bílnum við þjóðveginn sjái ekkert…

Comments are closed.